Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:32 Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar