Innlent

Bæjar­stjóri sleginn yfir á­kvörðun Icelandair

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun Icelandair að hætta flugi til Ísafjarðar eftir sumarið 2026.

Við ræðum við bæjarstjórann og heyrum einnig sjónarmið forstjóra Icelandair. 

Þá verður rætt við hafnarstjóra Faxaflóahafna sem segist ekki muna eftir öðru eins veðri og gekk yfir landið og olli víða tjóni, meðal annars á Akranesi þar sem tveir fóru í sjóinn þegar alda skall á þeim.

Einnig fjöllum við um tollamúra sem Donald Trump hefur reist umhverfis Bandaríkin og viðbrögð frá þeim þjóðum sem á bitnar. 

Í sportpakka dagsins eru það 16 liða úrslitin sem hefjast í Meistaradeild Evrópu í kvöld og þá var leikið í enska bikarnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×