Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar 4. mars 2025 10:30 Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun