Innlent

Tvær bílveltur með stuttu milli­bili

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tveir voru í bílnum þegar hann valt.
Tveir voru í bílnum þegar hann valt. Vísir/Svava

Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu.  Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Vakthafandi hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Við Kollafjörð var einn inni í bílnum en hann þurfti ekki á sjúkraflutningi að halda. Í Álfabakka var ökumaður og farþegi í bílnum þegar hann valt og voru þeir fluttir með sjúkrabíl. 

Enginn dælubíll var ræstur út við viðbragðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×