Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 19:36 Þorgerður Katrín segir Ísland hafa allt undir því að alþjóðalög séu virt. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. Mikið hefur verið rætt og ritað um spennuþrunginn fund Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Varanlegur friður torsóttur án Bandaríkjanna Hún segir stöðuna sem uppi er komin snúna. „Og það er alveg ljóst að eftir þessa uppákomu í gær, jafnvel væri hægt að kalla þetta fyrirsátur, þá hefur staðan orðið snúnari,“ segir hún. „Það sem er kannski það skásta sem hefur komið út úr þessu er að Evrópuríkin eru enn frekar að þétta raðirnar en við megum ekki vera blaut á bak við eyrun. Réttlátum, varanlegum friði verður erfitt að ná nema með Bandaríkjunum og þeirra baktryggingu,“ segir Þorgerður. Hún segir að þó að sárt sé að horfa upp á það sé eina raunhæfa leiðin til friðar að Selenskí takist að bæta samband sitt við Bandaríkjaforseta. „Það er að reyna að fá alla að samningaborðinu og passa upp á það sérstaklega að það verði ekki Pútín sem verði sterki maðurinn við borðið með öll spil á hendi. Ég vona að það sé hægt að forða Úkraínu og allri Evrópu frá því,“ segir hún. Ísland hafi allt undir því að alþjóðalög séu virt Hún segir marga hafa spurt sig hvort Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseti séu þegar búnir að komast að einhvers konar samkomulagi en vildi ekki úttala sig um það. Mikilvægara væri að hafa það í huga að Bandaríkin og Evrópa eru bandamenn. „Staðan er snúin en við verðum að vona það að vestræn lýðræðisöfl meðal annars land hinna frjálsu og heimili hinna hugrökku, Bandaríkin, séu raunverulega með lýðræðisþjóðunum og Evrópu í liði þegar kemur að varanlegum og réttlátum friði í Úkraínu,“ segir Þorgerður. Það sé mikið undir fyrir okkur Íslendinga sem eigum allt undir því komið að alþjóðalög séu virt. Selenskí er nú staddur í Lundúnum þar sem Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur boðið evrópskum leiðtogum á fund. Þorgerður Katrín segir Ísland ekki eiga fulltrúa á fundinum en að ríkisstjórnin sé í nánum samskiptum við fulltrúa Danmerkur sem sækja fundinn. „Það sem skiptir öllu núna er að það verði ekki bara háfleyg orð og vel meinandi. Það skiptir máli að sýna fram á það að við erum lausnamiðuð og stöndum með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um spennuþrunginn fund Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Varanlegur friður torsóttur án Bandaríkjanna Hún segir stöðuna sem uppi er komin snúna. „Og það er alveg ljóst að eftir þessa uppákomu í gær, jafnvel væri hægt að kalla þetta fyrirsátur, þá hefur staðan orðið snúnari,“ segir hún. „Það sem er kannski það skásta sem hefur komið út úr þessu er að Evrópuríkin eru enn frekar að þétta raðirnar en við megum ekki vera blaut á bak við eyrun. Réttlátum, varanlegum friði verður erfitt að ná nema með Bandaríkjunum og þeirra baktryggingu,“ segir Þorgerður. Hún segir að þó að sárt sé að horfa upp á það sé eina raunhæfa leiðin til friðar að Selenskí takist að bæta samband sitt við Bandaríkjaforseta. „Það er að reyna að fá alla að samningaborðinu og passa upp á það sérstaklega að það verði ekki Pútín sem verði sterki maðurinn við borðið með öll spil á hendi. Ég vona að það sé hægt að forða Úkraínu og allri Evrópu frá því,“ segir hún. Ísland hafi allt undir því að alþjóðalög séu virt Hún segir marga hafa spurt sig hvort Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseti séu þegar búnir að komast að einhvers konar samkomulagi en vildi ekki úttala sig um það. Mikilvægara væri að hafa það í huga að Bandaríkin og Evrópa eru bandamenn. „Staðan er snúin en við verðum að vona það að vestræn lýðræðisöfl meðal annars land hinna frjálsu og heimili hinna hugrökku, Bandaríkin, séu raunverulega með lýðræðisþjóðunum og Evrópu í liði þegar kemur að varanlegum og réttlátum friði í Úkraínu,“ segir Þorgerður. Það sé mikið undir fyrir okkur Íslendinga sem eigum allt undir því komið að alþjóðalög séu virt. Selenskí er nú staddur í Lundúnum þar sem Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur boðið evrópskum leiðtogum á fund. Þorgerður Katrín segir Ísland ekki eiga fulltrúa á fundinum en að ríkisstjórnin sé í nánum samskiptum við fulltrúa Danmerkur sem sækja fundinn. „Það sem skiptir öllu núna er að það verði ekki bara háfleyg orð og vel meinandi. Það skiptir máli að sýna fram á það að við erum lausnamiðuð og stöndum með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11