Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Hjörvar Ólafsson skrifar 1. mars 2025 20:48 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson reyndist gulls ígildi fyrir KR í kvöld. Vísir/Anton Brink KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild. Hattarmenn voru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni en liðið hefði þurft sigur í þessum leik til þess að strengja líflínu í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Gestirnir frá Egilsstöðum ætluðu greinilega að selja sig dýrt og byrjuðu leikinn betur. Höttur var fjórum stigum yfir, 15-19, eftir fyrsta leikhluta en skotnýting beggja liða var ekki uppi á marga fiska í upphafi leiks. KR-ingar vöknuðu til lífsins í öðrum leihluta, heimamenn hertu aðeins tökin í vörninni og fóru að hitta örlítið betur á hinum enda vallarins. Þórir Guðmundur Þórir Þorbjarnarson sem var manna frískastur hjá KR-liðinu í fyrri hálfleik sá til þess að KR fór með þriggja stiga forskot, 41-38 inn í hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þriðja leikhluta og hvorugt liðið náði frumkvæðinu í leiknum. Höttur var einu stigi yfir 60-61 þegar liðin héldu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu góðum kafla um miðbik fjórða leikhluta sem byggði upp 10 stiga mun, 85-75, og sá kafli lagði grunninn að dýrmætum sigri KR-liðsins í baráttunni um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. KR og Þór Þorlákshöfn eru nú jöfn að stigum með 18 stig hvort lið í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar. Álftanes og Grindavík eru þar fyrir ofan með sín 20 stig og Keflavík og ÍR fyrir neðan með 16 stig. KR-ingar sækja ÍR-inga heim í Breiðholtið í næstu umferð deildarinnar í leik sem er fjögurra stiga leikur í rimmu ofangreindra liða um úrslitakeppninni. Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob Örn: Náðum að auka hraðann „Þetta var hörkuleikur og mér fannst við ekki alveg klárir í þá líkamlega baráttu sem Hattarmenn vilja hafa leikina í framan af leiknum. Við breyttum aðeins um uppleggið í vörninni eftir að hafa verið í brasi á þeim enda vallarins í fyrsta leikhluta. Það gekk upp og við náðum að þétta vörnina sem hjálpraði okkur inn í leikinn,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR. „Við náðum svo að auka hraðann og keyra aðeins í bakið á þeim. Þeir voru hins vegar yfir um miðjan fjórða leikhluta þegar við náðum að slíta þá frá okkur með frábærum kafla. Það sem skiptir mestu máli á þessum tímapunkti er að ná í þau tvo stig sem í boði voru,“ sagði Jakob Örn enn fremur. „Það er mikilvægur leikur fram undan á móti ÍR sem mun skipta sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Við tökum það jákvæða með okkur úr þessum leik í þann bardaga en ég er ánægður með hvernig við brugðumst við mótlæti í kvöld. Nú fer fókusinn allur á leikinn í Breiðholtinu í næstu viku,“ sagði hann um framhaldið. Viðar Örn: Vorum ekki nógu vel samsettir í vetur „Á meðan við náðum að stýra hraðanum og koma fimm leikmönnum aftur fyrir boltann þegar þeir voru að sækja þá vorum við í flottum málum. Við hreyfðum boltann vel lungann úr leiknum en þegar mest á reyndi fórum við að drippla boltanum of mikið, að hnoðast í gegnum miðjuna og í einstaklingsframtök. Það varð okkur að falli líkt og áður á þessu tímabili,“ sagði Viðar Örn Hafsteinss, þjálfar Hattar. „Við erum með nógu vel samsett lið, ekki nógu vel þjálfaðir og bara einfaldlega ekki nógu góðir heilt yfir til þess að halda okkur uppi. Okkur gekk illa að loka leikjum og fjölmargir leikir í vetur voru eins og þessi. Hörkuleikir þar til í lokin þar sem við förum að gera hlutina öðruvísi en upp er lagt með,“ sagði Viðr Örn þar að auki. „Nú bara byggjum við upp lið aftur til þess að fara beint aftur upp. Við höfum gert það áður og þetta er enginn heimsendir fyrir körfuna á Egilsstöðum. Það er gott og fjölmenn yngri flokka starf og vel haldið um körfuboltastarfið fyrir austan. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta brjóti okkur á bak aftur og við mætum sterkir til leiks á næstu leiktíð,“ sagði hann um framtíðina í körfuboltanum á Egilsstöðum. Aðspurður um hvor hann verði áfram í brúnni hjá Hetti sagði Viðar Örn „Ég stýri liðinu áfram, ekki nema að ég verði rekinn. Ég á ekki von á því. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu starfi og er staðráðinn í að koma liðinu aftur í deild þeirra bestu,“ sagði þjálfari Hattar um stöðu sína. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman settVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Þriggja stiga karfa Þóris Guðmundar þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum var síðasti naglinn í líkkistu Hattarmanna í þessum leik. Leikmenn KR hittu skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fundu svo fjölina eftir því sem leiða á leikinn. Það gladdi stuðningsmenn KR afar mikið þegar Hallgrímur Árni Þrastarson og Friðrik Anton Jónsson negldu niður þristum undir lok leiksins. Stjörnur og skúrkar Linards Jaunzems fór fyrir KR-liðinu að þessu sinni líkt og oft áður í vetur en hann skoraði 29 stig og tók þar að auki 13 fráköst. Þorvaldur Orri Árnason kom næstur með 18 stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skilaði svo framlagi á öllum sviðum en hann skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Obadiah Nelson Trotter var atkvæðamestur hjá annars jöfnu Hattarliði með sín 17 stig. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bergur Daði Ágústsson, gerðu engar gloríur og höfðu fín tök á þessum leik. Þeir félagarnir fá þar af leiðandi sjö í einkunn fyrir vel unnin störf sín. Stemming og umgjörð Leikurinn var styrktarleikur fyrir Einstök börn og Flóni kom þeim sem mættu á Meistaravelli í kvöld í gírinn fyrir leik. Stemmingin var reyndar róleg framan af leik en undir lokin æstust leikar og stuðningsmenn KR aðstoðuðu leikmenn sína yfir hjallann við það að landa þessum sigri með fínum stuðningi. Bónus-deild karla KR Höttur
KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild. Hattarmenn voru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni en liðið hefði þurft sigur í þessum leik til þess að strengja líflínu í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Gestirnir frá Egilsstöðum ætluðu greinilega að selja sig dýrt og byrjuðu leikinn betur. Höttur var fjórum stigum yfir, 15-19, eftir fyrsta leikhluta en skotnýting beggja liða var ekki uppi á marga fiska í upphafi leiks. KR-ingar vöknuðu til lífsins í öðrum leihluta, heimamenn hertu aðeins tökin í vörninni og fóru að hitta örlítið betur á hinum enda vallarins. Þórir Guðmundur Þórir Þorbjarnarson sem var manna frískastur hjá KR-liðinu í fyrri hálfleik sá til þess að KR fór með þriggja stiga forskot, 41-38 inn í hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þriðja leikhluta og hvorugt liðið náði frumkvæðinu í leiknum. Höttur var einu stigi yfir 60-61 þegar liðin héldu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. KR-ingar náðu góðum kafla um miðbik fjórða leikhluta sem byggði upp 10 stiga mun, 85-75, og sá kafli lagði grunninn að dýrmætum sigri KR-liðsins í baráttunni um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. KR og Þór Þorlákshöfn eru nú jöfn að stigum með 18 stig hvort lið í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar. Álftanes og Grindavík eru þar fyrir ofan með sín 20 stig og Keflavík og ÍR fyrir neðan með 16 stig. KR-ingar sækja ÍR-inga heim í Breiðholtið í næstu umferð deildarinnar í leik sem er fjögurra stiga leikur í rimmu ofangreindra liða um úrslitakeppninni. Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob Örn: Náðum að auka hraðann „Þetta var hörkuleikur og mér fannst við ekki alveg klárir í þá líkamlega baráttu sem Hattarmenn vilja hafa leikina í framan af leiknum. Við breyttum aðeins um uppleggið í vörninni eftir að hafa verið í brasi á þeim enda vallarins í fyrsta leikhluta. Það gekk upp og við náðum að þétta vörnina sem hjálpraði okkur inn í leikinn,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR. „Við náðum svo að auka hraðann og keyra aðeins í bakið á þeim. Þeir voru hins vegar yfir um miðjan fjórða leikhluta þegar við náðum að slíta þá frá okkur með frábærum kafla. Það sem skiptir mestu máli á þessum tímapunkti er að ná í þau tvo stig sem í boði voru,“ sagði Jakob Örn enn fremur. „Það er mikilvægur leikur fram undan á móti ÍR sem mun skipta sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Við tökum það jákvæða með okkur úr þessum leik í þann bardaga en ég er ánægður með hvernig við brugðumst við mótlæti í kvöld. Nú fer fókusinn allur á leikinn í Breiðholtinu í næstu viku,“ sagði hann um framhaldið. Viðar Örn: Vorum ekki nógu vel samsettir í vetur „Á meðan við náðum að stýra hraðanum og koma fimm leikmönnum aftur fyrir boltann þegar þeir voru að sækja þá vorum við í flottum málum. Við hreyfðum boltann vel lungann úr leiknum en þegar mest á reyndi fórum við að drippla boltanum of mikið, að hnoðast í gegnum miðjuna og í einstaklingsframtök. Það varð okkur að falli líkt og áður á þessu tímabili,“ sagði Viðar Örn Hafsteinss, þjálfar Hattar. „Við erum með nógu vel samsett lið, ekki nógu vel þjálfaðir og bara einfaldlega ekki nógu góðir heilt yfir til þess að halda okkur uppi. Okkur gekk illa að loka leikjum og fjölmargir leikir í vetur voru eins og þessi. Hörkuleikir þar til í lokin þar sem við förum að gera hlutina öðruvísi en upp er lagt með,“ sagði Viðr Örn þar að auki. „Nú bara byggjum við upp lið aftur til þess að fara beint aftur upp. Við höfum gert það áður og þetta er enginn heimsendir fyrir körfuna á Egilsstöðum. Það er gott og fjölmenn yngri flokka starf og vel haldið um körfuboltastarfið fyrir austan. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta brjóti okkur á bak aftur og við mætum sterkir til leiks á næstu leiktíð,“ sagði hann um framtíðina í körfuboltanum á Egilsstöðum. Aðspurður um hvor hann verði áfram í brúnni hjá Hetti sagði Viðar Örn „Ég stýri liðinu áfram, ekki nema að ég verði rekinn. Ég á ekki von á því. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu starfi og er staðráðinn í að koma liðinu aftur í deild þeirra bestu,“ sagði þjálfari Hattar um stöðu sína. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman settVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Þriggja stiga karfa Þóris Guðmundar þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum var síðasti naglinn í líkkistu Hattarmanna í þessum leik. Leikmenn KR hittu skelfilega fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fundu svo fjölina eftir því sem leiða á leikinn. Það gladdi stuðningsmenn KR afar mikið þegar Hallgrímur Árni Þrastarson og Friðrik Anton Jónsson negldu niður þristum undir lok leiksins. Stjörnur og skúrkar Linards Jaunzems fór fyrir KR-liðinu að þessu sinni líkt og oft áður í vetur en hann skoraði 29 stig og tók þar að auki 13 fráköst. Þorvaldur Orri Árnason kom næstur með 18 stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skilaði svo framlagi á öllum sviðum en hann skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Obadiah Nelson Trotter var atkvæðamestur hjá annars jöfnu Hattarliði með sín 17 stig. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bergur Daði Ágústsson, gerðu engar gloríur og höfðu fín tök á þessum leik. Þeir félagarnir fá þar af leiðandi sjö í einkunn fyrir vel unnin störf sín. Stemming og umgjörð Leikurinn var styrktarleikur fyrir Einstök börn og Flóni kom þeim sem mættu á Meistaravelli í kvöld í gírinn fyrir leik. Stemmingin var reyndar róleg framan af leik en undir lokin æstust leikar og stuðningsmenn KR aðstoðuðu leikmenn sína yfir hjallann við það að landa þessum sigri með fínum stuðningi.
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli