Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir aðstæður kennara hafa verið sérstakar. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks. „Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Ríkið og hið opinbera virðir áfram merki markaðarins og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli, það skiptir líka gríðarlegu máli að fólk átti sig á því að það þarf að virða almennt þetta merki. Í tilviki kennara vitum við að um sérstaka stöðu var að ræða,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ á föstudaginn. „Það var að fara af stað virðismatsvegferð þar sem að átti sérstaklega að meta virði starfa kennara, sérstaklega leik- og grunnskólakennara. Þær umframhækkanir umfram merkið eru fyrst og fremst innspýting inn í þetta virðismat.“ Kristrún hefur boðað til fundar í þjóðhagsráði strax í byrjun vikunnar til að fara yfir stöðuna með aðilum vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir en bein fjármögnun Ekki sé til umræðu í ríkisstjórn, eins og sveitarfélög hafa kallað eftir, að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun launahækkana leik- og grunnskólakennara. Samkomulag hafi hins vegar verið gert um aðkomu ríkisins að öðrum þáttum, svo sem að styrkja málefni barna með fjölþættan vanda, sem gæti skapað svigrúm. „Ríkið kemur auðvitað ekki með beinum hætti að samningum við leik- og grunnskólakennara. Ríkið auðvitað tók þátt í heildarsamningarviðræðum því það var samflot milli allra aðila kennarasambandsins,“ sagði Kristrún. „Við erum hins vegar meðvituð um stöðu sveitarfélaganna og vitum hver fjárhagsstaðan er. Hún hefur víða verið þröng og við höfum þess vegna átt samtöl við sveitarfélögin, áður en þessir kjarasamningar komu til umræðu, um að styrkja ákveðin úrræði, til að mynda þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda, þegar kemur að öryggisvistun og varðandi hjúkrunarheimilin.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. 28. febrúar 2025 15:07
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. 27. febrúar 2025 21:48
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27. febrúar 2025 19:02