Þá hafa einnig vaknað upp spurningar um hvort sveitarfélögin ráði hreinlega við verkefnið. Við heyrum í bæjarstjóra um málið og ræðum einnig við formann fjárlaganefndar á Alþingi en sumir hafa kallað eftir frekari aðkomu ríkisins að fjármögnun samninganna.
Þá verður rætt við nýjan landlækni en María Heimisdóttir mun sinna því embætti næstu árin. Hún segir heilbrigðiskerfið standa frammi fyrir mörgum áskorunum.
Einnig verður púlsinn tekinn á Sjálfstæðismönnum en landsfundur flokksins hefst í Laugardalshöll í kvöld.
Í sportpakka dagsins verður rætt um glaða Framara og hitað upp fyrir Bónusdeild karla sem hefst að nýju í kvöld.