María Heimisdóttir skipuð landlæknir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 16:35 María Heimisdóttir er nýr landlæknir. Stöð 2/Sigurjón María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Greint er frá skipuninni á vef heilbrigðisráðuneytisins þar sem ferill Maríu er rakinn. Alma Möller lét af embætti landlæknis í aðdraganda Alþingiskosninganna 2024 og er nú heilbrigðisráðherra. Hún steig til hliðar við skipan landlæknis og var Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra settur landlæknir við skipunina. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MBA námi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi í lýðheilsu frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 1999 til 2003 og á Landspítala árin 2003 til 2018, meðal annars sem yfirlæknir hagdeildar og framkvæmdastjóri fjármála, auk þess sem hún leiddi þróun rafrænnar sjúkraskrár um árabil. María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022 og árin 2023-2024 starfaði hún sem ráðgjafi stýrihóps Nýs Landspítala ohf. fyrir heilbrigðisráðuneytið. Frá því í ágúst á liðnu ári hefur hún verið yfirlæknir á upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur enn fremur sinnt kennslu og rannsóknum samhliða öðrum störfum og er varamaður í háskólaráði HÍ. Það er mat lögskipaðrar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnanaað víðtæk háskólamenntun Maríu á fleiri en einu sviði nýtist mjög vel í starfi, auk sérfræðimenntunar í læknisfræði en sérgrein hennar er lýðheilsufræði. Þá sé hún reynslumikill og farsæll stjórnandi með langvarandi reynslu á sviði rekstrar og fjármála. Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að að María hafi afburða leiðtogahæfni, farsæla reynslu af stjórnun og rekstri. Að neðan má sjá lista yfir þau sem staðið hafa vaktina í embætti landlæknis: Bjarni Pálsson 1760–1779 Jón Sveinsson 1780–1803 Sveinn Pálsson 1803–1804 (settur) Tómas Klog 1804–1815 Oddur Hjaltalín 1816–1820 (settur) Jón Thorstenssen 1820–1855 Jón Hjaltalín 1855–1881 Jónas Jónassen 1881–1882 (settur) Hans J. G. Schierbeck 1882–1895 Jónas Jónassen 1895–1906 Guðmundur Björnsson 1906–1931 Vilmundur Jónsson 1931–1959 Sigurður Sigurðsson 1960–1972 Ólafur Ólafsson 1972–1998 Sigurður Guðmundsson 1998–2006 Matthías Halldórsson 2006–2007 (settur) Sigurður Guðmundsson 2007–2008 Matthías Halldórsson 2008–2009 Geir Gunnlaugsson 2010–2014 Birgir Jakobsson 2015–2018 Alma Möller 2018–2024 María Heimisdóttir 2025- Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Embætti landlæknis Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Greint er frá skipuninni á vef heilbrigðisráðuneytisins þar sem ferill Maríu er rakinn. Alma Möller lét af embætti landlæknis í aðdraganda Alþingiskosninganna 2024 og er nú heilbrigðisráðherra. Hún steig til hliðar við skipan landlæknis og var Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra settur landlæknir við skipunina. María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MBA námi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi í lýðheilsu frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 1999 til 2003 og á Landspítala árin 2003 til 2018, meðal annars sem yfirlæknir hagdeildar og framkvæmdastjóri fjármála, auk þess sem hún leiddi þróun rafrænnar sjúkraskrár um árabil. María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022 og árin 2023-2024 starfaði hún sem ráðgjafi stýrihóps Nýs Landspítala ohf. fyrir heilbrigðisráðuneytið. Frá því í ágúst á liðnu ári hefur hún verið yfirlæknir á upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur enn fremur sinnt kennslu og rannsóknum samhliða öðrum störfum og er varamaður í háskólaráði HÍ. Það er mat lögskipaðrar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnanaað víðtæk háskólamenntun Maríu á fleiri en einu sviði nýtist mjög vel í starfi, auk sérfræðimenntunar í læknisfræði en sérgrein hennar er lýðheilsufræði. Þá sé hún reynslumikill og farsæll stjórnandi með langvarandi reynslu á sviði rekstrar og fjármála. Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að að María hafi afburða leiðtogahæfni, farsæla reynslu af stjórnun og rekstri. Að neðan má sjá lista yfir þau sem staðið hafa vaktina í embætti landlæknis: Bjarni Pálsson 1760–1779 Jón Sveinsson 1780–1803 Sveinn Pálsson 1803–1804 (settur) Tómas Klog 1804–1815 Oddur Hjaltalín 1816–1820 (settur) Jón Thorstenssen 1820–1855 Jón Hjaltalín 1855–1881 Jónas Jónassen 1881–1882 (settur) Hans J. G. Schierbeck 1882–1895 Jónas Jónassen 1895–1906 Guðmundur Björnsson 1906–1931 Vilmundur Jónsson 1931–1959 Sigurður Sigurðsson 1960–1972 Ólafur Ólafsson 1972–1998 Sigurður Guðmundsson 1998–2006 Matthías Halldórsson 2006–2007 (settur) Sigurður Guðmundsson 2007–2008 Matthías Halldórsson 2008–2009 Geir Gunnlaugsson 2010–2014 Birgir Jakobsson 2015–2018 Alma Möller 2018–2024 María Heimisdóttir 2025-
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Embætti landlæknis Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira