Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:22 Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir jákvætt að það haldi áfram að draga úr verðbólgu og gefa von um frekari lækkun stýrivaxta. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“ Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22