Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Í gærkvöld var birt yfirlýsing um biðlaunamál Ragnars Þórs á mbl. Þar undirrita stjórnarmenn yfirlýsinguna og ef ég skil yfirlýsinguna rétt að þá er einhverskonar birting á því hvaða stjórnarmenn í VR eru góðir og þá restin líklega vondir. Yfirlýsingin er merkileg út af fyrir sig af því að í henni eru meiningar um vondu stjórnarmennina að þeir hafi ætlað að koma í veg fyrir að biðlaunamálið væri tekið fyrir á stjórnarfundi VR. Það er röng fullyrðing. Biðlaunamálið sjálft á sér langan aðdraganda og nær ein átta ár aftur í timann. Og það merkilega er að tveir af góðu stjórnarmönnum eru í launanefnd VR og hafa haft mörg ár til þess að taka upp samninginn en ekki gert það. Biðlaunamálið sjálft hefði alltaf komið upp á yfirborðið, hvort sem mánudagsfundurinn hefði verið haldinn eða ekki. Það bara hentaði Höllu Gunnardóttur að það kæmi fram núna svo að hún gæti baðað sig í sviðsljósinu með góða fólkinu í stjórn VR. Aðdragandinn að þessu máli er nefnilega dálítið merkilegur. Framkvæmdastjóri VR hefur samband við formann launanefndar og spyr hvort að það sé ekki í lagi að gera upp við Ragnar. Bara svo að því sé haldið til haga þá er formaður launanefndar einn af góða fólkinu í stjórn VR. Það sem gerist er að formaður launanendar samþykkir að gert sé upp. Þetta uppgjör hefði alltaf komið fyrir næsta stjórnarfund, en það hefði ekki hentað Höllu Gunnarsdóttur að fá þetta mál fram svo seint eða eftir að kosningu til stjórnar væri lokið. Nú get ég mér til um að Halla hafi fengið vitneskju um greiðsluna á skrifstofu VR. Sérstakur fundur var haldinn í launanefnd VR á föstudegi, en okkur er tjáð að fimm stjórnarmenn hafi óskað eftir fundi á fimmtudegi. Óskin um þennan neyðarfund kemur á undan fundi launanefndar sem er haldinn á föstudegi sem er merkileg tímaröð. Undirbúningurinn fyrir neyðarfundinn er kominn á fullt hjá Höllu áður en launanendin heldur sinn fund þar sem upplýst er að það sé búið að gera upp við Ragnar. Þá kemur að mínu þætti í þessu stóra biðlaunamáli. Ég einn hvatti Höllu og stjórnarmenninna fimm að draga til baka ósk um þennan sérstaka fund. Það eru rangfærslur að fimm stjórnarmenn og einn varamaður hafi óskað eftir því að þessi fundur yrði selgin af. Með því að halda sérstakan fund um þetta uppgjör leit það þannig út að framkvæmdastjóri félagsins hafi gert eitthvað rangt og það fannst mér persónulega mjög óvægið af því að framkvæmdastjóri VR er í alla staði sómamaður og gerði lítið annað en að framfylgja samningi sem bæði góða fólkið og vonda fólkið i stjórn VR ber ábyrgð á. Það kom líka á daginn að framkvæmdastjórinn baðst afsökunar á því að hafa greitt þessa greiðslu á þessum fundi. Það var hálf neyðarlegt að horfa á launanefndarmann taka við afsökunarbeiðni um greiðslu sem var samþykkt að greiða af formanni launanefndar. Vel að merkja, góða fólkið í launanefndinn fékk afsökunarbeiðni frá framkvæmdastjóra sem gerði lítið annað en að uppfylla samning sem launanefndi gerði við Ragnar. Eins taldi ég þetta árás á skrifstofu félagsins að halda sérstaka fund um þessa tilteknu greiðslu, af því að skrifstofan getur engan vegin varið sig opinberlega. Á þeim forsendum taldi ég rangt að halda sérstakan fund um mál sem öllu stjórnin var komin með vitensku um. Yfirskrift fundarins var að upplýsa stjórn um að greiðslan hafi farið fram. Okkur hefði nægt tölvupóstur um það erindi og tekið það fyrir eins og önnur mál á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í annari viku í mars eða innan 15 daga. En það hentaði ekki Höllu Gunnardóttur, málið varð að fara fyrir neyðarfund. Og þá kemur að mínum umkvörtunum og reyndar fjögurra annara stjórnarmanna og varamanns eins og við erum máluð í fréttatilkynningunni á mbl. Okkur fannst tíminn skammur fyrir þennan fund og óskuðum eftir því að hann yrði haldinn viku síðar og óskuðum jafnfram eftir gögnum um álíka samninga innan verkalýðshreyfingarinnar fyrst að það var verið að halda fund á annað borð. Samkvæmt lögum félagsins ber formanni að boða stjórnarfund ef fjórir stjórnarmenn eða fleiri óska eftir fundi. Fundurinn skal boða með viku fyrirvara en ekki síðar en 10 dögum eftir ósk stjórnarmanna kemur fram. Við töldum því að það væri ekki farði að lögum um þetta fundarboð og töldum því víst að við fengjum honum frestað um nokkra daga og hefðu þá samanburðargögn í höndunum. Halla Gunnardóttir tók þá ákvörðun að virða ekki lög félagsins né okkar réttmætu kröfu að hafa samanburðargögn á fundinum. Í lögum félagsins er kveðið á um að við sérstakar aðstæður megi boða fund með skemmri fyrirvara en viku. Það hefur gerst að stjórn hefur komið saman við gerð kjarasamninga með skömmum fyrirvara enda mikið í húfi við slíkar aðstæður. Fundur um þetta biðlaunamál getur engan vegin kallað á að það þurfi að grípa til neyðaraðgerða til þess að tilkynna stjórn um það sem hún vissi öll þegar. Það eru því rangfærslur að vonda fólkið, fimm stjórnarmenn og einn varamaður hafi ætlað að halda upplýsingum frá einhverjum eða koma í veg fyrir að fundurinn yrði haldinn. Nú lá það alltaf fyrir að fjölmiðlar myndu fjalla um þennan samning og í því ljósi væri það beinlínis kjánalegt að halda að einhver kæmi í veg fyrir að hann yrði að umtalsefni. Þessu máli tengt þá er Halla Gunnarsdóttir með ráðingasamning við VR og hann felur í sér þriggja mánaða biðlaun ef hún nær ekki kjöri í formannskosningu sem er framundan. Halla hefur sagt í fjölmiðlum að hún hafi hafnað sex mánaða biðlaunum. Þetta eru rangfærslur, Höllu var aldrei boðið sex mánaða biðlaun og ótrúlegt að hún skuli halda þessu fram. Reyndar var einn af stjórnarmönnum sem taldi rétt að Halla ætti að fá sex mánaða biðlaun, þessi tiltekni stjórnarmaður tilheyrir góða fólkinu í VR og undirritar yfirlýsinguna á mbl. Á síðasta stjórnarfundi sem var haldin á undan neyðarfudinum mikla var til umræðu akkúrat þetta ákvæði um biðlaun í launasamningum formanna. Þar lagði undirritaður fram þá tillögu að biðlaun ættu ekki að vera meiri en þrír mánuðir og greidd eingögu ef formaður sem lætur af störfum fær ekki vinnu. Undirritaður varð undir í kosningu um þennan þátt og það varð ofaná að sex mánaða biðlaun yrðu áfram í samningum við formenn. Góða fólkið sem skrifaði undir yfirlýsinguna á mbl hafði betur í þeirri kosningu og fékk sína sex mánuði áfram í samningum. Málið er nú að verða frekar langdregið og ýmislegt gengið á síðustu dag. Halla Gunnardóttir hefur náð fram því sem hún vildi á þeim tíma sem hún vildi fá biðlaunamálið fram. En það er mér hulin ráðgáta hvers vegna góða fólkið í stjórn VR sendi út sérstaka yfirlýsingu í fjölmiðla um það hversu dugleg þau eru að hafa náð að koma málinu fram í svona mikilli andstöðu vonda fólkið í stjórn VR. Málið var komið fram en það dugði ekki til, heldur þurfti að tilkynna það sérstaklega hverjir eru góða fólkið i VR og hverjir eru vonda fólkið í VR. Ég ætla að giska á að kvörtun sem ég sendi í gærmorgun til framkvæmdastjóra VR um framgang Höllu Gunnardóttur í þessu máli og fleiri málum þar sem hún hefur farið á svig við lög félagsins. Halla er í framboði til formanns og þá hefði maður haldið að hún myndi vanda sig en mér sýnist að kappið sé það mikið að annað verði að víkja, lög og reglur skipta þá engu máli. Það er ágætt að nefna það að ég er ekki framboði til stjórnar og reyndar er minn tími búinn í stjórninni eftir aðalfund félagsins í næsta mánuði og hef ég því enga hagsmuni í þessari deilu ef deilu má kalla. Hér er hópur fólks að upphefja sig sjálft í von um að skora nokkur stig í kosningu til stjórnar VR. Ég hvet því þá sem verða kosnir að bæta menninguna innan stjórnarinnar og vinna saman að því að gera félagið betra. Að endingu birti ég því þennan tölvupóst sem ég sendi til framkvæmdastjóra VR sem er að öllum líkindum kveikjan af því að ég sé flokkaður á mbl með vonda fólkinu í stjórn VR. Bréf til framkvæmdastjóra VR. Sæll Stefán. Ég er verulega ósáttur við framgang fomanns VR Höllu Gunnarsdóttir. Ítekað hefur formaðurinn farið á svig við lög og reglur félagsins þennan stutta tíma í formannsstóli. Hjartað í félaginu og leiðarstef eru þær reglur og lög sem félagar hafa sett og samþykkt. Sé ekki farið að lögum félagsins þá má segja að félagið sé rekið áfram með ólögum og annarlegum hvötum. Lýðræði og réttur stjórnarmanna eru fótum troðin sem er alvarlegt mál. Halla Gunnarsdóttir er settur formaður en ekki kjörinn og starfar í nokkrar vikur fram að aðalfundi. Umboð hennar er því ferkar lítið til einhverra athafna en hún eins og aðrir eiga að fylgja lögum og reglum félagsins. Af því að ég virði félagið mikið og þau góðu störf sem unnin eru innan félagsins tel ég að mér sé ekki stætt á því að taka þátt í ólöglegum gjörningum stjórnar sem virðast engan endi ætla að taka. Eitt er að deila um málefni og leiðir en það er algerlega óþolandi að lög og reglur félagsins séu svívirtar. Það er mín skoðun að Halla Gunnardóttir eigi að taka leyfi frá störum sínum á meðan að stjórnarkjör gengur yfir. Þannig mætti koma í veg fyrir að hún misnoti aðstöðu sína við störf stjórnar frekar. Ég tilkynni því hér með að ég er farinn í verkfall frá störfum stjórnar á meðan að það er óbreytt ástand og þessi vargöld stendur yfir. Sjálfsagt hefur það aldrei gerst áður að stjórnarmaður fari í verkfall vegna starfa sinna innan stjórnar en það er ekki nokkur önnur leið að bregðast við því ófremdarástandi sem er nú í verklagi innan stjórnar VR. Ég set hér stjórnarmenn í cc í þessum pósti svo að þeir hafi þessar upplýsingar frá fyrstu hendi. Með kveðju. Arnþór Sig. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöld var birt yfirlýsing um biðlaunamál Ragnars Þórs á mbl. Þar undirrita stjórnarmenn yfirlýsinguna og ef ég skil yfirlýsinguna rétt að þá er einhverskonar birting á því hvaða stjórnarmenn í VR eru góðir og þá restin líklega vondir. Yfirlýsingin er merkileg út af fyrir sig af því að í henni eru meiningar um vondu stjórnarmennina að þeir hafi ætlað að koma í veg fyrir að biðlaunamálið væri tekið fyrir á stjórnarfundi VR. Það er röng fullyrðing. Biðlaunamálið sjálft á sér langan aðdraganda og nær ein átta ár aftur í timann. Og það merkilega er að tveir af góðu stjórnarmönnum eru í launanefnd VR og hafa haft mörg ár til þess að taka upp samninginn en ekki gert það. Biðlaunamálið sjálft hefði alltaf komið upp á yfirborðið, hvort sem mánudagsfundurinn hefði verið haldinn eða ekki. Það bara hentaði Höllu Gunnardóttur að það kæmi fram núna svo að hún gæti baðað sig í sviðsljósinu með góða fólkinu í stjórn VR. Aðdragandinn að þessu máli er nefnilega dálítið merkilegur. Framkvæmdastjóri VR hefur samband við formann launanefndar og spyr hvort að það sé ekki í lagi að gera upp við Ragnar. Bara svo að því sé haldið til haga þá er formaður launanefndar einn af góða fólkinu í stjórn VR. Það sem gerist er að formaður launanendar samþykkir að gert sé upp. Þetta uppgjör hefði alltaf komið fyrir næsta stjórnarfund, en það hefði ekki hentað Höllu Gunnarsdóttur að fá þetta mál fram svo seint eða eftir að kosningu til stjórnar væri lokið. Nú get ég mér til um að Halla hafi fengið vitneskju um greiðsluna á skrifstofu VR. Sérstakur fundur var haldinn í launanefnd VR á föstudegi, en okkur er tjáð að fimm stjórnarmenn hafi óskað eftir fundi á fimmtudegi. Óskin um þennan neyðarfund kemur á undan fundi launanefndar sem er haldinn á föstudegi sem er merkileg tímaröð. Undirbúningurinn fyrir neyðarfundinn er kominn á fullt hjá Höllu áður en launanendin heldur sinn fund þar sem upplýst er að það sé búið að gera upp við Ragnar. Þá kemur að mínu þætti í þessu stóra biðlaunamáli. Ég einn hvatti Höllu og stjórnarmenninna fimm að draga til baka ósk um þennan sérstaka fund. Það eru rangfærslur að fimm stjórnarmenn og einn varamaður hafi óskað eftir því að þessi fundur yrði selgin af. Með því að halda sérstakan fund um þetta uppgjör leit það þannig út að framkvæmdastjóri félagsins hafi gert eitthvað rangt og það fannst mér persónulega mjög óvægið af því að framkvæmdastjóri VR er í alla staði sómamaður og gerði lítið annað en að framfylgja samningi sem bæði góða fólkið og vonda fólkið i stjórn VR ber ábyrgð á. Það kom líka á daginn að framkvæmdastjórinn baðst afsökunar á því að hafa greitt þessa greiðslu á þessum fundi. Það var hálf neyðarlegt að horfa á launanefndarmann taka við afsökunarbeiðni um greiðslu sem var samþykkt að greiða af formanni launanefndar. Vel að merkja, góða fólkið í launanefndinn fékk afsökunarbeiðni frá framkvæmdastjóra sem gerði lítið annað en að uppfylla samning sem launanefndi gerði við Ragnar. Eins taldi ég þetta árás á skrifstofu félagsins að halda sérstaka fund um þessa tilteknu greiðslu, af því að skrifstofan getur engan vegin varið sig opinberlega. Á þeim forsendum taldi ég rangt að halda sérstakan fund um mál sem öllu stjórnin var komin með vitensku um. Yfirskrift fundarins var að upplýsa stjórn um að greiðslan hafi farið fram. Okkur hefði nægt tölvupóstur um það erindi og tekið það fyrir eins og önnur mál á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í annari viku í mars eða innan 15 daga. En það hentaði ekki Höllu Gunnardóttur, málið varð að fara fyrir neyðarfund. Og þá kemur að mínum umkvörtunum og reyndar fjögurra annara stjórnarmanna og varamanns eins og við erum máluð í fréttatilkynningunni á mbl. Okkur fannst tíminn skammur fyrir þennan fund og óskuðum eftir því að hann yrði haldinn viku síðar og óskuðum jafnfram eftir gögnum um álíka samninga innan verkalýðshreyfingarinnar fyrst að það var verið að halda fund á annað borð. Samkvæmt lögum félagsins ber formanni að boða stjórnarfund ef fjórir stjórnarmenn eða fleiri óska eftir fundi. Fundurinn skal boða með viku fyrirvara en ekki síðar en 10 dögum eftir ósk stjórnarmanna kemur fram. Við töldum því að það væri ekki farði að lögum um þetta fundarboð og töldum því víst að við fengjum honum frestað um nokkra daga og hefðu þá samanburðargögn í höndunum. Halla Gunnardóttir tók þá ákvörðun að virða ekki lög félagsins né okkar réttmætu kröfu að hafa samanburðargögn á fundinum. Í lögum félagsins er kveðið á um að við sérstakar aðstæður megi boða fund með skemmri fyrirvara en viku. Það hefur gerst að stjórn hefur komið saman við gerð kjarasamninga með skömmum fyrirvara enda mikið í húfi við slíkar aðstæður. Fundur um þetta biðlaunamál getur engan vegin kallað á að það þurfi að grípa til neyðaraðgerða til þess að tilkynna stjórn um það sem hún vissi öll þegar. Það eru því rangfærslur að vonda fólkið, fimm stjórnarmenn og einn varamaður hafi ætlað að halda upplýsingum frá einhverjum eða koma í veg fyrir að fundurinn yrði haldinn. Nú lá það alltaf fyrir að fjölmiðlar myndu fjalla um þennan samning og í því ljósi væri það beinlínis kjánalegt að halda að einhver kæmi í veg fyrir að hann yrði að umtalsefni. Þessu máli tengt þá er Halla Gunnarsdóttir með ráðingasamning við VR og hann felur í sér þriggja mánaða biðlaun ef hún nær ekki kjöri í formannskosningu sem er framundan. Halla hefur sagt í fjölmiðlum að hún hafi hafnað sex mánaða biðlaunum. Þetta eru rangfærslur, Höllu var aldrei boðið sex mánaða biðlaun og ótrúlegt að hún skuli halda þessu fram. Reyndar var einn af stjórnarmönnum sem taldi rétt að Halla ætti að fá sex mánaða biðlaun, þessi tiltekni stjórnarmaður tilheyrir góða fólkinu í VR og undirritar yfirlýsinguna á mbl. Á síðasta stjórnarfundi sem var haldin á undan neyðarfudinum mikla var til umræðu akkúrat þetta ákvæði um biðlaun í launasamningum formanna. Þar lagði undirritaður fram þá tillögu að biðlaun ættu ekki að vera meiri en þrír mánuðir og greidd eingögu ef formaður sem lætur af störfum fær ekki vinnu. Undirritaður varð undir í kosningu um þennan þátt og það varð ofaná að sex mánaða biðlaun yrðu áfram í samningum við formenn. Góða fólkið sem skrifaði undir yfirlýsinguna á mbl hafði betur í þeirri kosningu og fékk sína sex mánuði áfram í samningum. Málið er nú að verða frekar langdregið og ýmislegt gengið á síðustu dag. Halla Gunnardóttir hefur náð fram því sem hún vildi á þeim tíma sem hún vildi fá biðlaunamálið fram. En það er mér hulin ráðgáta hvers vegna góða fólkið í stjórn VR sendi út sérstaka yfirlýsingu í fjölmiðla um það hversu dugleg þau eru að hafa náð að koma málinu fram í svona mikilli andstöðu vonda fólkið í stjórn VR. Málið var komið fram en það dugði ekki til, heldur þurfti að tilkynna það sérstaklega hverjir eru góða fólkið i VR og hverjir eru vonda fólkið í VR. Ég ætla að giska á að kvörtun sem ég sendi í gærmorgun til framkvæmdastjóra VR um framgang Höllu Gunnardóttur í þessu máli og fleiri málum þar sem hún hefur farið á svig við lög félagsins. Halla er í framboði til formanns og þá hefði maður haldið að hún myndi vanda sig en mér sýnist að kappið sé það mikið að annað verði að víkja, lög og reglur skipta þá engu máli. Það er ágætt að nefna það að ég er ekki framboði til stjórnar og reyndar er minn tími búinn í stjórninni eftir aðalfund félagsins í næsta mánuði og hef ég því enga hagsmuni í þessari deilu ef deilu má kalla. Hér er hópur fólks að upphefja sig sjálft í von um að skora nokkur stig í kosningu til stjórnar VR. Ég hvet því þá sem verða kosnir að bæta menninguna innan stjórnarinnar og vinna saman að því að gera félagið betra. Að endingu birti ég því þennan tölvupóst sem ég sendi til framkvæmdastjóra VR sem er að öllum líkindum kveikjan af því að ég sé flokkaður á mbl með vonda fólkinu í stjórn VR. Bréf til framkvæmdastjóra VR. Sæll Stefán. Ég er verulega ósáttur við framgang fomanns VR Höllu Gunnarsdóttir. Ítekað hefur formaðurinn farið á svig við lög og reglur félagsins þennan stutta tíma í formannsstóli. Hjartað í félaginu og leiðarstef eru þær reglur og lög sem félagar hafa sett og samþykkt. Sé ekki farið að lögum félagsins þá má segja að félagið sé rekið áfram með ólögum og annarlegum hvötum. Lýðræði og réttur stjórnarmanna eru fótum troðin sem er alvarlegt mál. Halla Gunnarsdóttir er settur formaður en ekki kjörinn og starfar í nokkrar vikur fram að aðalfundi. Umboð hennar er því ferkar lítið til einhverra athafna en hún eins og aðrir eiga að fylgja lögum og reglum félagsins. Af því að ég virði félagið mikið og þau góðu störf sem unnin eru innan félagsins tel ég að mér sé ekki stætt á því að taka þátt í ólöglegum gjörningum stjórnar sem virðast engan endi ætla að taka. Eitt er að deila um málefni og leiðir en það er algerlega óþolandi að lög og reglur félagsins séu svívirtar. Það er mín skoðun að Halla Gunnardóttir eigi að taka leyfi frá störum sínum á meðan að stjórnarkjör gengur yfir. Þannig mætti koma í veg fyrir að hún misnoti aðstöðu sína við störf stjórnar frekar. Ég tilkynni því hér með að ég er farinn í verkfall frá störfum stjórnar á meðan að það er óbreytt ástand og þessi vargöld stendur yfir. Sjálfsagt hefur það aldrei gerst áður að stjórnarmaður fari í verkfall vegna starfa sinna innan stjórnar en það er ekki nokkur önnur leið að bregðast við því ófremdarástandi sem er nú í verklagi innan stjórnar VR. Ég set hér stjórnarmenn í cc í þessum pósti svo að þeir hafi þessar upplýsingar frá fyrstu hendi. Með kveðju. Arnþór Sig. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun