Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 16:01 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason í glæsilegum sokkum sem koma úr hönnun Prins Póló. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira