Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 15:17 Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun