Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að hún muni sækja verulega fram fyrir sitt fólk. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09