Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar