Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 20:05 Life360 er eitt af þeim forritum sem ungmenni nota til að fylgjast með vinum sínum og foreldrar til að vakta börnin sín. Getty Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau. Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira