Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira