Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir og Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 13:47 Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun