Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir og Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 13:47 Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn. Úr öllum áttum fá þau skýr skilaboð um að kennsla sé ómerkilegt starf sem lítið sé varið í að leggja fyrir sig og nú hefur meira að segja orðið ljóst að sums staðar eru ekki gerðar meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þau hafi hreint sakavottorð. Hvernig er fimm ára kennaramenntun metin? Það er kaldhæðnislegt að kennaraskortur á Íslandi er öllum kunnur og hefur verið gripið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum til að laða fólk að kennslu. En sú harða kjaradeila sem geisað hefur síðustu mánuði er eins og loftsteinn ofan í þá uppbyggingu. Áttar fólk sig á þeirri eyðileggingu sem nú dynur á? Þegar kennari hefur menntað sig og stendur frammi fyrir bekk getur verið veruleg áskorun að bera höfuðið hátt frammi fyrir nemendum sem undrast það jafnvel að einhver hafi kosið að gera kennslu að ævistarfi, í ljósi þess hvernig um starfið er rætt. Er ekki ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft er kjarni málsins sá hvers kyns menntun börnum þessa lands er búin, hvort þau njóta kennslu fagfólks eða fólks af götunni? Það viðhorf til kennara sem birtist í þessari langvarandi kjaradeilu og umræðum sem henni fylgja er skemmdarverk og alls óvíst hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. Við skorum á stjórnvöld þessa lands að meta kennarastarfið að verðleikum og höggva á hnútinn áður en meiri skaði verður skeður. Guðný Pálsdóttir er framhaldsskólakennari.Súsanna Margrét Gestsdóttir er lektor á menntavísindasviði HÍ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar