Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2025 13:33 Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“ Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira