Skoðun

Sósíalista­flokkurinn styður Úkraínu

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Ef utanríkisstefna flokksins er skoðuð kemur þar fram í öðrum punkti að Ísland skuli standa með öllum þjóðum sem ráðist er inn í. Þó að Úkraína sé kannski ekki skilgreind sem smáþjóð er hún sjálfstætt lýðræðisríki sem flokkurinn styður að sjálfsögðu til að verja sig fyrir ofbeldisinnrás Rússa. Þó svo að flokkurinn sé ekki hrifinn af hernaði eða hernaðarbandalögum sem slíkum og vilji miklu frekar stofna friðarbandalög styður hann að sjálfsögðu rétt frjáls ríkis til að ganga inn í Nató. Það er gjörsamlega fáránlegt að tveir einræðisherrar sitt hvoru megin við Atlandshafið haldi að það séu undir þeim komið hvort af slíku verður. Eins og kemur einnig fram í utanríkisstefnunni er það alltaf lýðræðislegar kosningar (þjóðaratkvæðagreiðslur) sem eiga að skera úr um hvort þjóð gengur í samvinnubandalög. Þetta á m.a. við um Evrópusambandið. Það er því alrangt að halda því fram að Sósíalistaflokkurinn sé á móti ESB eða fylgjandi Pútín. Það er gegn stefnunni. Stefnan er skýr um að standa með kúguðum þjóðum sem Úkraína er í þessu samhengi og einnig fylgjandi lýðræðislegum þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál sem þessi.

Hér má skoða utanríkisstefnuna nánar: Utanríkismál – Málefnaflokkar – Sósíalistaflokkurinn

Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.




Skoðun

Sjá meira


×