Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:31 Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Vinnumarkaður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun