Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tekur í höndina á Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu. Eiginkona hans Olega stendur honum við hlið. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira