Viðskipti innlent

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita

Árni Sæberg skrifar
Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson er nýr viðskiptastjóri Reita.
Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson er nýr viðskiptastjóri Reita. Reitir

Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Auðunn Þór hafi víðtæka reynslu á fyrirtækjamarkaði á Íslandi og hafi áður verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá DHL. Þar áður hafi hann verið sölustjóri hjá Nova í rúman áratug, þar sem hann hafi leitt þjónustu við núverandi viðskiptavini og markaðssókn félagsins á fyrirtækjamarkaði. Auðunn hafi þegar hafið störf hjá félaginu.

„Reitir byggja á sterkum grunni og sækja fram í öflugri framþróun og uppbyggingu fasteigna og innviða í þágu samfélagsins. Vaxtarstefna félagsins er leiðarljós í spennandi þróunarverkefnum og fjárfestingum en á sama tíma leggur félagið ríka áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og klæðskerasniðið húsnæði. Við erum virkilega glöð að fá Auðunn til liðs við öflugt teymi Reita og styrkja enn frekar sambönd okkar við núverandi og tilvonandi viðskiptavini,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×