Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Langstökkvarinn Reyhan Tasdelen frá Tyrklandi lendir í sandinum á Ólympíumóti fatlaðra í París síðasta haust en það voru væntanlega síðustu leikarnir með gömlu langstökksregluna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steph Chambers Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara. Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sjá meira
Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sjá meira