Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 20:02 Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun