Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 11:26 Margir nefndu kaffi og hlynsýróp meðal þeirra vara sem þeir sögðust ætla að magnkaupa. Getty Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times. Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira