Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 11:26 Margir nefndu kaffi og hlynsýróp meðal þeirra vara sem þeir sögðust ætla að magnkaupa. Getty Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times. Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Eftir að einn af ritstjórum matarvefs New York Times greindi frá því að ættingi hefði keypt fjórar flöskur af koníaki áður en þær hækkuðu í verði, ákvað ritstjórnin að leita til lesenda og spyrja þá að því hvort þeir væru farnir að safna birgðum. Um 250 lesendur svöruðu og efst á listanum voru kaffi, hlynsíróp og ólífuolía. „Daginn eftir að Kólumbíu var hótað með tollum fór ég í Costco og keypti 16 pund af kaffi. Ég kalla þetta varabirgðirnar mínar. Mér finnst gott að horfa á þær. Þá upplifi ég öryggi,“ sagði Mary Corbett í San Diego. Sextán pund jafngilda rúmum sjö kílóum. „Hlynsíróp. Lífið hefur engan tilgang án hlynsíróps,“ sagði Geoffrey Wren í Portland en yfir 30 svarendur sögðust ætla að birgja sig upp af hlynsírópi ef af yrði að tollar yrðu hækkaðir á vörur frá Kanada. Denise Adams í East Northport í New York var meðal þeirra sem sagðist hafa gert magninnkaup á ólífuolíu. Verð á olíunni hefur þegar hækkað umtalsvert síðustu ár en hamstur á henni er þeim vandkvæðum háð að þegar flaskan hefur verið opnuð dregur úr gæðum olíunnar eftir nokkrar vikur. Meðal annars sem fólk sagðist hafa í hyggju að birgja sig upp af voru avókadó, niðursoðnar og þurrkaðar baunir og önnur búrvara. Hér má finna umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Skattar og tollar Matur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent