Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Árni Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2025 19:34 Martin Hermannsson var frábær í kvöld og leit jákvæðum augum á framhaldið. Getty / Esra Bilgin Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur. Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum