Segir menntuð fífl hættuleg fífl Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 16:12 Lýður fettir fingur út í það sem hann telur sérfræðingablæti þeirra Huldu og Þorsteins: „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Vísir Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. „Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira