Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Aron Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Dagmar hress með bollann sinn litskrúðuga á æfingu kraftlyftingafélagsins í World Class á Seltjarnarnesi Vísir/Sigurjón Dagmar Agnarsdóttir er engin venjuleg amma. Hún sneri heim til Íslands af Evrópumóti í kraftlyftingum á dögunum með gullverðlaun og þremur heimsmetum ríkari. Barnabörnin máta vöðvana sína við hennar og eru stolt af því að eiga þessa ofur ömmu. Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona. Kraftlyftingar Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira
Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona.
Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki.
Kraftlyftingar Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira