Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Valskonur fagna fyrr í vetur. Þær vonast til að fagna eins dátt á sunnudaginn kemur. Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni. Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag. Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira