Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 08:11 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Virginia Mayo Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. Niðurskurðurinn er til viðbótar við aðra nýlega skipun til Pentagon um væntanlegan brottrekstur þúsunda starfsmanna ráðuneytisins á næstu dögum en þær uppsagnir eru liður í niðurskurði á vegum DOGE. Sjá einnig: Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Í frétt Washington Post segir að þetta komi meðal annars fram í nýlegu minnisbréfi sem Hegseth hafi sent og blaðamenn hafi komið höndum yfir. Þar koma fram sautján verkefni og deildir sem njóta undanþágu frá niðurskurði. Áætlanir eiga að liggja fyrir á mánudaginn. Á listanum eru verkefni eins og nútímavæðing kjarnorkuvopna og loftvarnarkerfa Bandaríkjanna, kaup á nýjum kafbátum, þróun sjálfsprengidróna og vöktun hersins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Robert G. Salesses, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði í gær að niðurskurðinum væri ætlað að fjármagna verkefni sem væru í forgangi hjá Donald Trump, forseta. Nefndi hann til að mynda að þróun „Járnhvelfingar fyrir Ameríku“. Þar var hann að vísa til loftvarnarkerfis Ísraela sem þeir nota til að skjóta niður skammdrægar eldflaugar og jafnvel sprengjum sem skotið er að Ísrael með sprengjuvörpum (e. mortar). Á ensku kallast þetta kerfi „Iron Dome“ en það er einn hluti umfangsmeira loftvarnakerfis Ísrael. Bandaríska Járnhvelfingin á að vera mun umfangsmeiri. Salesses sagði að þróun þess gæti kostað fimmtíu milljarða dali á næsta ári en fjárútlát til varnarmála í Bandaríkjunum á þessu ári eru áætluð 850 milljarðar dala. Trump skrifaði á dögunum undir forsetatilskipun þess eðlis að þróa „Járnhvelfingu fyrir Ameríku“. Yrði gífurlega umfangsmikið kerfi Samkvæmt henni er helsta ógnin sem stafar að Bandaríkjunum árásir með skotflaugum, ofurhljóðfráum eldflaugum og stýriflaugum, auk annarra árása úr lofti. Tilskipunin vísar til þess að Ronald Reagan hafi á árum áður hafið verkefni sem sneri að því að verja Bandaríkin gegn kjarnorkuvopnaárásum en það hafi verið stöðvað áður en markmiðum þess hafi verið náð. Síðan þá hafi ógnin aðeins aukist. Loftvarnarkerfi sem þetta yfir gervöll Bandaríkin þyrfti að vera gífurlega umfangsmikið, taka marga áratugi í þróun og framleiðslu og kosta fúlgur fjár. CNN segir að sambærilegt kerfi hafi lengi verið í þróun fyrir Gvam, eyju sem Bandaríkin eiga í Kyrrahafinu. Komi einhvern tímann til stríðs við Kína eru eyjan og herstöðvar þar mjög viðkvæmar gagnvart eldflaugaárásum. Engin undanþága í Evrópu Niðurskurðaráætlunin mun líklega mæta mótspyrnu á þingi en Repúblikanar hafa á undanförnum árum gagnrýnt Demókrata harðlega fyrir að verja ekki nægilegum fjármunum til varnarmála. Hingað til hafa Repúblikanar þó sýnt lítinn vilja til að fara gegn Trump. Á lista yfir verkefni sem fá undanþágu eru yfirstjórnir herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu og Asíu annars vegar og á norðurslóðum hins vegar. Það sama á ekki við yfirstjórnir í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Afríku. Þykir það til marks við áherslur Trumps og ákalls hans og embættismanna hans um aukinna fjárútláta til varnarmála í Evrópu og að ríki Evrópu taki meiri ábyrgð á eigin öryggi. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu. 19. febrúar 2025 16:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Niðurskurðurinn er til viðbótar við aðra nýlega skipun til Pentagon um væntanlegan brottrekstur þúsunda starfsmanna ráðuneytisins á næstu dögum en þær uppsagnir eru liður í niðurskurði á vegum DOGE. Sjá einnig: Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Í frétt Washington Post segir að þetta komi meðal annars fram í nýlegu minnisbréfi sem Hegseth hafi sent og blaðamenn hafi komið höndum yfir. Þar koma fram sautján verkefni og deildir sem njóta undanþágu frá niðurskurði. Áætlanir eiga að liggja fyrir á mánudaginn. Á listanum eru verkefni eins og nútímavæðing kjarnorkuvopna og loftvarnarkerfa Bandaríkjanna, kaup á nýjum kafbátum, þróun sjálfsprengidróna og vöktun hersins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Robert G. Salesses, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði í gær að niðurskurðinum væri ætlað að fjármagna verkefni sem væru í forgangi hjá Donald Trump, forseta. Nefndi hann til að mynda að þróun „Járnhvelfingar fyrir Ameríku“. Þar var hann að vísa til loftvarnarkerfis Ísraela sem þeir nota til að skjóta niður skammdrægar eldflaugar og jafnvel sprengjum sem skotið er að Ísrael með sprengjuvörpum (e. mortar). Á ensku kallast þetta kerfi „Iron Dome“ en það er einn hluti umfangsmeira loftvarnakerfis Ísrael. Bandaríska Járnhvelfingin á að vera mun umfangsmeiri. Salesses sagði að þróun þess gæti kostað fimmtíu milljarða dali á næsta ári en fjárútlát til varnarmála í Bandaríkjunum á þessu ári eru áætluð 850 milljarðar dala. Trump skrifaði á dögunum undir forsetatilskipun þess eðlis að þróa „Járnhvelfingu fyrir Ameríku“. Yrði gífurlega umfangsmikið kerfi Samkvæmt henni er helsta ógnin sem stafar að Bandaríkjunum árásir með skotflaugum, ofurhljóðfráum eldflaugum og stýriflaugum, auk annarra árása úr lofti. Tilskipunin vísar til þess að Ronald Reagan hafi á árum áður hafið verkefni sem sneri að því að verja Bandaríkin gegn kjarnorkuvopnaárásum en það hafi verið stöðvað áður en markmiðum þess hafi verið náð. Síðan þá hafi ógnin aðeins aukist. Loftvarnarkerfi sem þetta yfir gervöll Bandaríkin þyrfti að vera gífurlega umfangsmikið, taka marga áratugi í þróun og framleiðslu og kosta fúlgur fjár. CNN segir að sambærilegt kerfi hafi lengi verið í þróun fyrir Gvam, eyju sem Bandaríkin eiga í Kyrrahafinu. Komi einhvern tímann til stríðs við Kína eru eyjan og herstöðvar þar mjög viðkvæmar gagnvart eldflaugaárásum. Engin undanþága í Evrópu Niðurskurðaráætlunin mun líklega mæta mótspyrnu á þingi en Repúblikanar hafa á undanförnum árum gagnrýnt Demókrata harðlega fyrir að verja ekki nægilegum fjármunum til varnarmála. Hingað til hafa Repúblikanar þó sýnt lítinn vilja til að fara gegn Trump. Á lista yfir verkefni sem fá undanþágu eru yfirstjórnir herafla Bandaríkjanna í Kyrrahafinu og Asíu annars vegar og á norðurslóðum hins vegar. Það sama á ekki við yfirstjórnir í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Afríku. Þykir það til marks við áherslur Trumps og ákalls hans og embættismanna hans um aukinna fjárútláta til varnarmála í Evrópu og að ríki Evrópu taki meiri ábyrgð á eigin öryggi.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu. 19. febrúar 2025 16:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03
Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17
Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu. 19. febrúar 2025 16:51