Ummæli Trumps lofi ekki góðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 23:17 Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. „Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Mér finnst í rauninni ágætt í sjálfu sér að rússnesk og bandarísk stjórnvöld hittist til þess að ræða þessi mál. Sé það fyrsta skref að vopnahléi og friðarsamkomulagi en að sjálfsögðu getur ekki orðið friðarsamkomulag eða vopnahlé án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuríkja sem styðja við bakið Úkraínumönnum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík síðdegis í dag. Ummæli Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, lofi hins vegar ekki góðu. „Svo fer hann ekki með rétt mál um tilurð Úkraínustríðsins.“ Trump gaf í skyn í gærkvöldi að það væri Úkraínu að kenna að Rússar hefðu ráðist inn í landið. Þeir hefði getað samið um frið fyrir löngu. Sjá einnig: Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála „Það eru rússnesk stjórnvöld sem hófu þetta stríð árið 2014 með því að taka yfir héruð í landinu og hafa síðan haldið því áfram með innrás,“ segir Baldur. Baldur óttast að friðarviðræðurnar gætu farið illa. Á síðasta kjörtímabili Trump stóð hann í friðarviðræðum við Talíbana í Afganistan sem fóru ekki eins og áætlað var. „Það var Trump stjórnin sem lagði mikið kapp á að semja við Talbíanana í Afganistan og áður en kom að lokasamkomulagi við Talbíana í Afganistan þá lýsti Trump því yfir að hann myndi draga herafla Bandaríkjanna frá Afganistan. Eftir það var engin ástæða fyrir Talíbana að semja.“ Að sama skapi hafi Trump þegar lýst því yfir að Rússar ættu að fá að halda því landi sem þeir hefðu náð í Úkraínu ásamt því að Úkraína mætti ekki ganga í Atlantshafsbandalagið. Evrópuríki hugi að friðargæslusveitum Það jákvæða sem hefur komið upp vegna þessara vendinga, að sögn Baldurs, er að Evrópuríki séu ítrekað að verja meiri pening í varnarmál til stuðnings Úkraínu. Ásamt því séu mörg ríki nú þegar farin að huga að því eða undirbúa að senda friðargæslusveitir til Úkraínu ef að vopnahlé fari í gildi í landinu. Að mati Baldurs ætli löndin einungis að senda mannaflann ef að Bandaríkin geri hið sama. „Það sem gæti komið úr öllu þessu fjaðrafoki að ákveðin ríki í Evrópu, sem og Bandaríkin, gætu sameinast um að hafa friðargæslusveitir á átakasvæðinu eftir að vopnahléið væri komið á. Þetta væri jákvætt skref.“ „Staðan er þannig að Evrópuríki og önnur Nató ríki eiga erfitt að standa að friðargæslu án Bandaríkjanna,“ segir Baldur. Mikil samhljómur með stefnum Trumps og Pútíns Aðspurður telji Baldur helst tvær ástæður af hverju Trump og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, nái svo vel saman. Hann hafi velt málinu mikið fyrir sér. „Trump hefur aðdáun á svona leiðtogum sem stýra með valdinu og aflinu. Hvort sem það er leiðtogi í Norður-Kóreu eða leiðtogi Rússlands, Pútín,“ segir Baldur. „Hitt er að það er eiginlega meiri samhljómur með stefnu Trumps og Pútíns, bæði þegar kemur að innanríkis- og utanríkismálum heldur en maður vill trúa. Ég meina þeir bera takmarkaða virðingu fyrir fullveldi ríkja og frelsi þjóða, frjálsum viðskiptum. Þegar kemur að innanríkismálum eru þeir að tala fyrir þessum gamalgrónu, sem sumir segja úreltum, gildum. Sameinast um árásir á hinsegin fólk, takmörkuð réttindi kvenna, reyna afmá tilvist trans fólks í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þarna ná þeir einfaldlega saman.“ Hlusta má á viðtalið við Baldur í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira