Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu. Færsla Trumps, sem hann skrifaði á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðil, inniheldur fjölmargar rangfærslur og áróður sem rekja má til Rússlands. Færsluna byrjar Trump á að biðja fólk um að hugsa sér að tiltölulega farsæll grínisti hafi fengið Bandaríkin til að verja „350 milljörðum dala“ í stríð sem Trump segir ómögulegt að vinna. Þá lýgur hann því að Bandaríkin hafi varið 200 milljörðum meira í að aðstoða Úkraínu en Evrópa hafi gert og þar að auki sé öruggt að Evrópa muni einhvern veginn fá peninginn til baka. Bandaríkin muni ekkert fá til baka. Trump lýgur því einnig að Selenskí hafi viðurkennt að helmingur af peningunum sem Úkraínumenn hafa fengið sé týndur, Selenskí neiti að halda kosningar og sé óvinsæll í Úkraínu. Forsetinn bandaríski segir að kollegi sinn í Úkraínu hafi eingöngu verið góður í því að spila með Joe Biden, forvera hans í Hvíta húsinu. „Einræðisherra án kosninga, Selenskí væri hollt að drífa sig eða hann mun ekki hafa ríki mikið lengur." Trump sagði einnig að í millitíðinni væri hann að vinna að friði við Rússa og hann einn gæti gert það. Biden hafi ekki einu sinni reynt að semja um frið. Evrópu hafi mistekist það og ýjar að því að Selenskí vilji halda stríðinu áfram, vegna þess að hann græði á því. „Ég elska Úkraínu, en Selenskí hefur staðið sig hræðilega. Landið hans er í rúst og MILLJÓNIR hafa dáið að óþörfu og þannig heldur það áfram.....“ Færsla Trumps á Truth Social. JD Vance, varaforseti Trumps, deildi færslunni á X þar sem hann sagðist hafa viljað tryggja að hún færi ekki framhjá neinum. Svar við ummælum Selenskís Fréttakona á CNN hefur eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að færsla Trumps sé svar við ummælum Selenskís frá því í morgun, þar sem hann bað Trump-liða um að virða sannleikann og forðast það að dreifa ósannindum og áróðri um innrás Rússa. „Ég vildi hafa meiri sannleik hjá Trump-liðum,“ sagði Selenskí þegar hann ræddi við blaðamenn í Kænugarði í dag. Hann sagði meðal annars að hann bæri mikla virðingu fyrir Trump, sem leiðtogi þjóðar sem Selenskí bæri einnig mikla virðingu fyrir og sem hefði ávallt staðið við bak Úkraínumanna, virtist sem Trump fengi mikið af röngum upplýsingum og áróðri frá Rússum. Fjölmörg ósannindi Selenskí er ekki einræðisherra. Hann var lýðræðislega kosinn í Úkraínu og nýtur stuðnings rúmlega helmings íbúa ríkisins, ef marka má kannanir. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á stríðstímum og Úkraínumenn segja að það að halda kosningar yrði gífurlega erfitt með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra ríkisins í Bretlandi, er talinn líklegastur til að fara gegn Selenskí í nýjum kosningum, ákveði forsetinn að gefa aftur kost á sér. Salúsjní sagði í morgun að ótímabært væri að tala um framboð eða kosningar. Fyrst þyrftu Úkraínumenn að tryggja áframhaldandi tilvist ríkisins. Bandaríkjamenn hafa ekki varið 350 milljörðum í hernaðaraðstoð handa Úkraínu. Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að verja um 174 milljörðum dala og hefur stórum hluta þeirra peninga verið varið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja Bandaríkin hafa varið um 119 milljörðum dala í aðstoð handa Úkraínumönnum. Evrópa hefur varið um 138 milljörðum. Vita hvert peningarnir fara Þá er ekki rétt að Selenski hafi viðurkennt að helmingurinn af hernaðaraðstoðinni sem Úkraínumenn hafi fengið frá Bandaríkjum sé týndur. Þessu hefur verið haldið fram eftir ummæli hans í viðtali í byrjun febrúar en ummælin hafa verið afbökuð, meðal annars af Elon Musk, nánum bandamanni Trumps. Selenskí var að tala um, eins og fram kemur í greiningu PolitiFact, að miklu magni af hernaðaraðstoðinni sé varið í Bandaríkjunum og rati þess vegna ekki til Úkraínu. Keith Kellogg, sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagði nýverið í viðtali að vel væri fylgst með aðstoðinni til Úkraínu og hvar fjármununum væri varið. Hann sagði í viðtalinu að Bandaríkjamenn hefðu varið rúmum 174 milljörðum dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftirlitsaðilar í bæði Úkraínu og Bandaríkjunum fylgdust með því að peningarnir færu þangað sem þeir ættu að fara. Evrópa hefur aðstoðað meira Trump hefur áður haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi varið 350 milljörðum í aðstoð til Úkraínu. Hann sagði það einnig þann 12. febrúar og þá hélt hann því fram að Evrópa hefði eingöngu aðstoðað Úkraínu með hundrað milljörðum dala og það hefðu verið lán. Sagði hann það í tengslum við samning sem hann vildi láta Selenskí skrifa undir, varðandi það að veita Bandaríkjunum aðgang að stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurskonar öryggistrygginga. Í nýlegri grein Economist kemur fram að Evrópa hefur aðstoðað Úkraínumenn meira en Bandaríkjamenn og þar að auki hefur Evrópa heitið mun meiri aðstoð í framtíðinni en Bandaríkjamenn nánast engri. Greining Economist byggir á gögnum þýsku hugveitunnar Kiel Institute en sjá má frekari upplýsingar á vef hennar. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kristrún sækir neyðarfund Macron Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir neyðarfund Frakklandsforseta. Til umræðu verða mál Úkraínu. 19. febrúar 2025 15:31 Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. 19. febrúar 2025 06:50 Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46 Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Færsla Trumps, sem hann skrifaði á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðil, inniheldur fjölmargar rangfærslur og áróður sem rekja má til Rússlands. Færsluna byrjar Trump á að biðja fólk um að hugsa sér að tiltölulega farsæll grínisti hafi fengið Bandaríkin til að verja „350 milljörðum dala“ í stríð sem Trump segir ómögulegt að vinna. Þá lýgur hann því að Bandaríkin hafi varið 200 milljörðum meira í að aðstoða Úkraínu en Evrópa hafi gert og þar að auki sé öruggt að Evrópa muni einhvern veginn fá peninginn til baka. Bandaríkin muni ekkert fá til baka. Trump lýgur því einnig að Selenskí hafi viðurkennt að helmingur af peningunum sem Úkraínumenn hafa fengið sé týndur, Selenskí neiti að halda kosningar og sé óvinsæll í Úkraínu. Forsetinn bandaríski segir að kollegi sinn í Úkraínu hafi eingöngu verið góður í því að spila með Joe Biden, forvera hans í Hvíta húsinu. „Einræðisherra án kosninga, Selenskí væri hollt að drífa sig eða hann mun ekki hafa ríki mikið lengur." Trump sagði einnig að í millitíðinni væri hann að vinna að friði við Rússa og hann einn gæti gert það. Biden hafi ekki einu sinni reynt að semja um frið. Evrópu hafi mistekist það og ýjar að því að Selenskí vilji halda stríðinu áfram, vegna þess að hann græði á því. „Ég elska Úkraínu, en Selenskí hefur staðið sig hræðilega. Landið hans er í rúst og MILLJÓNIR hafa dáið að óþörfu og þannig heldur það áfram.....“ Færsla Trumps á Truth Social. JD Vance, varaforseti Trumps, deildi færslunni á X þar sem hann sagðist hafa viljað tryggja að hún færi ekki framhjá neinum. Svar við ummælum Selenskís Fréttakona á CNN hefur eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að færsla Trumps sé svar við ummælum Selenskís frá því í morgun, þar sem hann bað Trump-liða um að virða sannleikann og forðast það að dreifa ósannindum og áróðri um innrás Rússa. „Ég vildi hafa meiri sannleik hjá Trump-liðum,“ sagði Selenskí þegar hann ræddi við blaðamenn í Kænugarði í dag. Hann sagði meðal annars að hann bæri mikla virðingu fyrir Trump, sem leiðtogi þjóðar sem Selenskí bæri einnig mikla virðingu fyrir og sem hefði ávallt staðið við bak Úkraínumanna, virtist sem Trump fengi mikið af röngum upplýsingum og áróðri frá Rússum. Fjölmörg ósannindi Selenskí er ekki einræðisherra. Hann var lýðræðislega kosinn í Úkraínu og nýtur stuðnings rúmlega helmings íbúa ríkisins, ef marka má kannanir. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á stríðstímum og Úkraínumenn segja að það að halda kosningar yrði gífurlega erfitt með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra ríkisins í Bretlandi, er talinn líklegastur til að fara gegn Selenskí í nýjum kosningum, ákveði forsetinn að gefa aftur kost á sér. Salúsjní sagði í morgun að ótímabært væri að tala um framboð eða kosningar. Fyrst þyrftu Úkraínumenn að tryggja áframhaldandi tilvist ríkisins. Bandaríkjamenn hafa ekki varið 350 milljörðum í hernaðaraðstoð handa Úkraínu. Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að verja um 174 milljörðum dala og hefur stórum hluta þeirra peninga verið varið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja Bandaríkin hafa varið um 119 milljörðum dala í aðstoð handa Úkraínumönnum. Evrópa hefur varið um 138 milljörðum. Vita hvert peningarnir fara Þá er ekki rétt að Selenski hafi viðurkennt að helmingurinn af hernaðaraðstoðinni sem Úkraínumenn hafi fengið frá Bandaríkjum sé týndur. Þessu hefur verið haldið fram eftir ummæli hans í viðtali í byrjun febrúar en ummælin hafa verið afbökuð, meðal annars af Elon Musk, nánum bandamanni Trumps. Selenskí var að tala um, eins og fram kemur í greiningu PolitiFact, að miklu magni af hernaðaraðstoðinni sé varið í Bandaríkjunum og rati þess vegna ekki til Úkraínu. Keith Kellogg, sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagði nýverið í viðtali að vel væri fylgst með aðstoðinni til Úkraínu og hvar fjármununum væri varið. Hann sagði í viðtalinu að Bandaríkjamenn hefðu varið rúmum 174 milljörðum dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftirlitsaðilar í bæði Úkraínu og Bandaríkjunum fylgdust með því að peningarnir færu þangað sem þeir ættu að fara. Evrópa hefur aðstoðað meira Trump hefur áður haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi varið 350 milljörðum í aðstoð til Úkraínu. Hann sagði það einnig þann 12. febrúar og þá hélt hann því fram að Evrópa hefði eingöngu aðstoðað Úkraínu með hundrað milljörðum dala og það hefðu verið lán. Sagði hann það í tengslum við samning sem hann vildi láta Selenskí skrifa undir, varðandi það að veita Bandaríkjunum aðgang að stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurskonar öryggistrygginga. Í nýlegri grein Economist kemur fram að Evrópa hefur aðstoðað Úkraínumenn meira en Bandaríkjamenn og þar að auki hefur Evrópa heitið mun meiri aðstoð í framtíðinni en Bandaríkjamenn nánast engri. Greining Economist byggir á gögnum þýsku hugveitunnar Kiel Institute en sjá má frekari upplýsingar á vef hennar.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Kristrún sækir neyðarfund Macron Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir neyðarfund Frakklandsforseta. Til umræðu verða mál Úkraínu. 19. febrúar 2025 15:31 Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. 19. febrúar 2025 06:50 Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46 Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Kristrún sækir neyðarfund Macron Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir neyðarfund Frakklandsforseta. Til umræðu verða mál Úkraínu. 19. febrúar 2025 15:31
Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. 19. febrúar 2025 06:50
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. 18. febrúar 2025 19:46
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49