Innlent

Örn skipaður lands­bóka­vörður

Árni Sæberg skrifar
Örn ásamt Loga Einarssyni, menningar, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Örn ásamt Loga Einarssyni, menningar, nýsköpunar og háskólaráðherra. Stjórnarráðið

Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að Örn muni taka við starfi landsbókavarðar um næstu mánaðarmót samhliða því að Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir fer á eftirlaun eftir langan og farsælan feril við Landsbókasafn Íslands.

Fimmtán sóttu um embættið, sem var auglýst þann 11. október síðastliðinn. Það voru eftirfarandi:

  • Esbern Erling Hjelm Kjærbo, yfirbókavörður
  • Ghita Oughla, gestgjafi
  • Giulia Gallon, safnaleiðsögumaður
  • Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður
  • Joanna Monika Wolanin, gæðaeftirlitsmaður
  • Jódís Skúladóttir, verkefnastjóri
  • Kristján Óli Níels Sigmundsson, aðstoðarlagerstjóri
  • Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður
  • Mohammad Iqbal Ependi, starfsnemi
  • Pontus Erik Gunnar Jarvstad, háskólakennari
  • Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður
  • Serkan Mermer, öryggisvörður
  • Sigurður Ingólfsson, leiðsögumaður
  • Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri

Í tilkynningu segir að Örn sé með B.A. og M.A. próf í sagnfræði og M.P.A. gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Frá árinu 1993 hafi Örn starfað hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Í fyrstu sem bókavörður í þjóðdeild en síðar sem fagstjóri og forstöðumaður handritadeildar. 

Frá árinu 2011 hafi Örn gegnt starfi sviðsstjóra við varðveisludeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Örn sé mikill áhugamaður um handritalestur og útgáfu og hafi bæði skrifað fjölda greina þess efnis og erindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×