Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 12:05 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þetta mun Bolsonaro hafa ætlað sér eftir að hann tapaði fyrir Luiz Inácio Lula da Silva í forsetakosningunum 2022 Forsetinn fyrrverandi var ákærður af ríkissaksóknara Brasilíu og markar það endalok á tveggja ára lögreglurannsókn þar sem lögreglan kærði Bolsonaro og aðra meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar. Sjá einnig: Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Þaðan var kæran send til ríkissaksóknara sem hefur nú ákært Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Einnig voru 32 aðrir ákærðir í málinu og þar á meðal eru nokkrir háttsettir menn í brasilíska hernum, samkvæmt frétt Reuters. Ákvörðun ríkissaksóknara mun nú fara aftur fyrir hæstarétt og samþykki dómarar ákærurnar, munu Bolsonaro og félagar þurfa að mæta fyrir dómara. Talið er að réttarhöld eigi að hefjast seinna á þessu ári. Í ákærunni segir að Bolsonaro hafi ætlað sér að eitra fyrir Lula og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Forsetinn fyrrverandi hafnar ásökunum og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna, samkvæmt frétt BBC. Sagðir hafa viljað endurmóta stjórnvöld Brasilíu Lula vann kosningarnar 2022 með tiltölulega litlum mun í október 2022 og Bolsonaro viðurkenndi aldrei ósigur. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Auk þess að hafa ætlað að myrða áðurnefnda menn eru Bolsonaro og félagar sakaðir um að hafa ætlað sér að reyna að ná völdum á öllum öngum opinbers valds í Brasilíu og að þeir hafi ætlað sér að endurmóta stjórnvöld Brasilíu að þeirra vilja.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira