Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum. Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum.
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04