Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 23:49 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Vísir Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“ Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“
Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira