„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 16:50 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á móti hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Stórkaupmenn verndaðir Í gær sagði Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, að henni litist ekkert á áform fjármálaráðherra. Með þeim væri verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Í dag sendu forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi frá sér fréttatilkynningu þar sem komið var á framfæri hörðum mótmælum vegna áforma fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á tollflokkun mjólkurafurða eins og þær eru kynntar í áformaskjali í samráðsgátt stjórnvalda. „Ef af þeim verður telja samtökin að breytingarnar muni hafa veruleg neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu, samkeppnisstöðu íslenskra bænda og stöðugleika í greininni. Í nýlegu bréfi samtakanna til fjármála- og efnahagsráðherra sé bent á að verði breytingarnar að veruleika muni mjólkurafurðir, sem nú bera tolla, verða tollfrjálsar. Það gæti leitt til stórfellds tollfrjáls innflutnings á ostum sem innihalda jurtafitu í beinni samkeppni við íslenskan landbúnað og veikja þannig samkeppnisstöðu greinarinnar. Þingmaður blandar sér í málið um blandaða ostinn Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, gerði málið að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag. „Við stöndum frammi fyrir mikilvægu máli sem snertir framtíð íslensks landbúnaðar og fæðuöryggi okkar allra. Nýleg áform fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á tollflokkun osts með viðbættri jurtafitu munu hafa víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu.“ Slík breyting myndi ekki aðeins veikja íslenska mjólkurframleiðslu heldur stefna fæðuöryggi landsins í hættu. Hundruð milljóna króna myndu færast frá íslenskum bændum til erlendra fyrirtækja, og framtíð ungra bænda yrði óviss. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta starfsemi, sem ógnar ekki aðeins byggðafestu heldur einnig fæðuöryggi landsins. Við verðum að spyrja okkur hvort við séum tilbúin að fórna okkar eigin framleiðslu, byggðafestu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning örfárra innflutningsaðila.“ Fylgi erlendum hagsmunum frekar en að vernda bændur Ingibjörg segir málið stóralvarlegt hvað varðar vald og tilgang Alþingis. Það veki athygli að íslenska ríkið sé ekki skuldbundið til þess að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar, þar sem íslenskir dómstólar hafi þegar komist að annarri niðurstöðu og raunar ákveðið hvernig túlka beri hina íslensku tollskrá. „Fjölmörg ríki hafa neitað að fara sambærilega leið og hafnað því að fylgja slíkum tilmælum án neikvæðra afleiðinga. Það er því mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin kjósi að fylgja erlendum hagsmunum frekar en að standa vörð um lífsviðurværi íslenskra bænda. Liggur fyrir greining á efnahagslegum áhrifum þessarar breytinga og aukins innflutnings á erlendum mjólkurafurðum? Hvers konar fordæmi er verið að skapa?“ Hjólar í atvinnurekendur Þá beinir Ingibjörg sjónum sínum að Félagið atvinnurekenda, sem hún segir hafa verið mjög hávært í þessari umræðu, oft og tiðum með gífuryrðum og rangfærslum. Fullyrðingar þeirra um að íslensk stjórnvöld hafi breytt tollflokkun vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum fremur en lagalegrar nauðsynjar standist ekki skoðun. Endanleg niðurstaða dómstóla hér á landi hafi skorið úr um að umræddur ostur skuli tollflokkaður sem hefðbundinn ostur en ekki jurtaostur, og því sé íslenska ríkið bundið af þeirri niðurstöðu. „Við þurfum að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við eigum að tryggja samkeppnishæfni, sjálfbærni og framtíð íslenskrar sveitamenningar. Það er skylda okkar að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem styrkja undirstöður þjóðaröryggis og byggðafestu.“ Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á móti hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Stórkaupmenn verndaðir Í gær sagði Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, að henni litist ekkert á áform fjármálaráðherra. Með þeim væri verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Í dag sendu forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi frá sér fréttatilkynningu þar sem komið var á framfæri hörðum mótmælum vegna áforma fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á tollflokkun mjólkurafurða eins og þær eru kynntar í áformaskjali í samráðsgátt stjórnvalda. „Ef af þeim verður telja samtökin að breytingarnar muni hafa veruleg neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu, samkeppnisstöðu íslenskra bænda og stöðugleika í greininni. Í nýlegu bréfi samtakanna til fjármála- og efnahagsráðherra sé bent á að verði breytingarnar að veruleika muni mjólkurafurðir, sem nú bera tolla, verða tollfrjálsar. Það gæti leitt til stórfellds tollfrjáls innflutnings á ostum sem innihalda jurtafitu í beinni samkeppni við íslenskan landbúnað og veikja þannig samkeppnisstöðu greinarinnar. Þingmaður blandar sér í málið um blandaða ostinn Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, gerði málið að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins í þinginu í dag. „Við stöndum frammi fyrir mikilvægu máli sem snertir framtíð íslensks landbúnaðar og fæðuöryggi okkar allra. Nýleg áform fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á tollflokkun osts með viðbættri jurtafitu munu hafa víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu.“ Slík breyting myndi ekki aðeins veikja íslenska mjólkurframleiðslu heldur stefna fæðuöryggi landsins í hættu. Hundruð milljóna króna myndu færast frá íslenskum bændum til erlendra fyrirtækja, og framtíð ungra bænda yrði óviss. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta starfsemi, sem ógnar ekki aðeins byggðafestu heldur einnig fæðuöryggi landsins. Við verðum að spyrja okkur hvort við séum tilbúin að fórna okkar eigin framleiðslu, byggðafestu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning örfárra innflutningsaðila.“ Fylgi erlendum hagsmunum frekar en að vernda bændur Ingibjörg segir málið stóralvarlegt hvað varðar vald og tilgang Alþingis. Það veki athygli að íslenska ríkið sé ekki skuldbundið til þess að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar, þar sem íslenskir dómstólar hafi þegar komist að annarri niðurstöðu og raunar ákveðið hvernig túlka beri hina íslensku tollskrá. „Fjölmörg ríki hafa neitað að fara sambærilega leið og hafnað því að fylgja slíkum tilmælum án neikvæðra afleiðinga. Það er því mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin kjósi að fylgja erlendum hagsmunum frekar en að standa vörð um lífsviðurværi íslenskra bænda. Liggur fyrir greining á efnahagslegum áhrifum þessarar breytinga og aukins innflutnings á erlendum mjólkurafurðum? Hvers konar fordæmi er verið að skapa?“ Hjólar í atvinnurekendur Þá beinir Ingibjörg sjónum sínum að Félagið atvinnurekenda, sem hún segir hafa verið mjög hávært í þessari umræðu, oft og tiðum með gífuryrðum og rangfærslum. Fullyrðingar þeirra um að íslensk stjórnvöld hafi breytt tollflokkun vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum fremur en lagalegrar nauðsynjar standist ekki skoðun. Endanleg niðurstaða dómstóla hér á landi hafi skorið úr um að umræddur ostur skuli tollflokkaður sem hefðbundinn ostur en ekki jurtaostur, og því sé íslenska ríkið bundið af þeirri niðurstöðu. „Við þurfum að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við eigum að tryggja samkeppnishæfni, sjálfbærni og framtíð íslenskrar sveitamenningar. Það er skylda okkar að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem styrkja undirstöður þjóðaröryggis og byggðafestu.“
Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira