Evrópa þurfi að vígbúast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 20:54 Mette Frederiksen segir vopnahlé mögulega tálsýn. AP/Aurelien Morissard Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún. Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún.
Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira