Evrópa þurfi að vígbúast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 20:54 Mette Frederiksen segir vopnahlé mögulega tálsýn. AP/Aurelien Morissard Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún. Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún.
Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent