Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:24 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. „Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent