Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. febrúar 2025 12:31 Kim Sae-ron þótti ein bjartasta von suður-kóreskrar kvikmyndagerðar. Getty Suður-kóreska leikkonan Kim Sae-ron er látin 24 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Seoul á sunnudag, en samkvæmt New York Times féll hún fyrir eigin hendi. Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Árið 2022 ók hún undir áhrifum áfengis og klessti á straumbreyti sem varð til þess að fjöldi fyrirtækja missti rafmagnið um nokkurra klukkustunda skeið. Málið hafði mikil áhrif á feril Kim, sem hélt sig að mestu úr sviðsljósinu eftir að það kom upp. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Henni var gert að greiða tuttugu milljón suður-kóresk won, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum króna vegna atviksins. Þar að auki var Kim harðlega gagnrýnd opinberlega, meðal annars af áhrifavöldum. Hún baðst afsökunar á samfélagsmiðlum og sagðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Kim hafði þá verið að leika í suður-kóresku Netflix-þáttunum Bloodhounds, en hún var klippt út úr þeim. Þá segir í frétt New York Times að hún hafi sagt sig frá fleiri verkefnum. Miðillinn bendir á að fráfall Kim sé ekki það fyrsta vegna sjálfsvígs sem skekur skemmtanaiðnaðinn í Suður-Kóreu að undanförnu. Bransinn þar er sagður einkennast af gríðarlegri pressu, þar sem vinsældir stjarnanna veltur á algjörlega óflekkuðu mannorði. Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Árið 2022 ók hún undir áhrifum áfengis og klessti á straumbreyti sem varð til þess að fjöldi fyrirtækja missti rafmagnið um nokkurra klukkustunda skeið. Málið hafði mikil áhrif á feril Kim, sem hélt sig að mestu úr sviðsljósinu eftir að það kom upp. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Henni var gert að greiða tuttugu milljón suður-kóresk won, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum króna vegna atviksins. Þar að auki var Kim harðlega gagnrýnd opinberlega, meðal annars af áhrifavöldum. Hún baðst afsökunar á samfélagsmiðlum og sagðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Kim hafði þá verið að leika í suður-kóresku Netflix-þáttunum Bloodhounds, en hún var klippt út úr þeim. Þá segir í frétt New York Times að hún hafi sagt sig frá fleiri verkefnum. Miðillinn bendir á að fráfall Kim sé ekki það fyrsta vegna sjálfsvígs sem skekur skemmtanaiðnaðinn í Suður-Kóreu að undanförnu. Bransinn þar er sagður einkennast af gríðarlegri pressu, þar sem vinsældir stjarnanna veltur á algjörlega óflekkuðu mannorði.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira