Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:23 Mexíkóflói eða Ameríkuflói? Svarið getur skipt sköpum. Google Maps Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira