O'Sullivan var aðeins 24 ára gamall og einn af upprennandi keppnisknöpum Írlands. Hestaheimurinn syrgir fráfall þessa efnilega knapa sem hafði alla burði til að ná enn lengra á sínum ferli.
Slysið varð 7. febrúar síðastliðinn og O'Sullivan hafði legið á háskólasjúkrahúsinu í Cork síðan þá.
O'Sullivan lést í gær, sunnudag, aðeins fimm dögum fyrir 25 ára afmælisdaginn sinn.
Hann var að keppa á hesti sínum Wee Charlie en féll illa á síðustu hindruninni.
Hann hafði verið í dái síðan en kvaddi þessa jörð umkringdur fjölskyldu sinni.
Hann er fyrsti írski knapinn til að deyja eftir slys í keppni síðan í ágúst 2003 þegar knapinn Kieran Kelly lést af sárum sínum.
Stærsti dagur O'Sullivan á ferlinum kom á Cheltenham hátíðinni fyrir tveimur árum þar sem hann fangaði sigri.