Körfubolti

Há­spennu­leikir á Akur­eyri og Króknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Abby Claire Beeman hefur verið stórkostleg það sem af er leiktíð.
Abby Claire Beeman hefur verið stórkostleg það sem af er leiktíð. Vísir/Anton Brink

Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag.

Á Akureyri var Stjarnan í heimsókn og fóru gestirnir með þriggja stiga sigur af hólmi, lokatölur 86-89.

Esther Marjolein Fokke var stigahæst í liði Þórs Ak. með 29 stig. Þar á eftir kom Amandine Justine Toi með 21 stig. Madison Anne Sutton skoraði þá 19 stig og tók 22 fráköst. Ana Clara Paz var stigahæst hjá Stjörnunni með 29 stig á meðan Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 26 stig.

Sigurinn var ef til vill óvæntur þar sem Þór Ak. er og var í 2. sæti deildarinnar með 12 sigra og nú fimm töp. Stjarnan hefur hins vegar nú unnið sjö leiki og tapað tíu.

Á Króknum var Hamar/Þór í heimsókn og fóru gestirnir með tveggja stiga sigur af hólmi, lokatölur þar 94-96.

Í liði Tindastóls var Randi Keonsha Brown stigahæst með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst. Abby Claire Beeman var stigahæst í liði gestanna með 34 stig og ofan á það gaf hún 15 stoðsendingar. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu báðar 12 stig en sú fyrrnefnda tók jafnframt 14 fráköst.

Hamar/Þór hefur nú unnið sex leiki á leiktíðinni og sendir því Grindavík aftur niður í fallsæti eftir að gular höfðu lyft sér upp fyrir Suðurlandið með sigri á botnliði Aþenu fyrr í dag. Tindastóll er í 5. sæti með átta sigra og níu töp í 17 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×