„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 19:14 Ásgeir Örn stýrði sínum mönnum til átta marka sigurs. vísir / ernir „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. „Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti