Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:14 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent