Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2025 09:31 Pat Vellner og Anníe Mist Þórisdóttir eru bæði að reyna að þrýsta á framfarir í öryggismálum á heimsleikunum í CrossFit. @pvellner Pat Vellner, einn besti CrossFit karla heimsins, mun ekki taka þátt í komandi CrossFit tímabili en hann er mótmæla miklum skorti á viðbrögðum CrossFit samtakanna við drukknum keppanda á síðustu heimsleikum. Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast