Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2025 09:31 Pat Vellner og Anníe Mist Þórisdóttir eru bæði að reyna að þrýsta á framfarir í öryggismálum á heimsleikunum í CrossFit. @pvellner Pat Vellner, einn besti CrossFit karla heimsins, mun ekki taka þátt í komandi CrossFit tímabili en hann er mótmæla miklum skorti á viðbrögðum CrossFit samtakanna við drukknum keppanda á síðustu heimsleikum. Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner) CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira
Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner)
CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira