Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2025 13:26 Pitsaostur hefur komið Íslandi í skammarkrók Evrópusambandsins. Cooksimage/Getty Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nýr fjármálaráðherra hafi nú birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. „Félag atvinnurekenda fagnar því að vinda eigi ofan af því stjórnsýsluhneyksli, sem fyrri ákvörðun stjórnvalda var,“ segir í tilkynningu. Ber háan toll að ósekju Forsaga málsins sé í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hafi hafið innflutning pitsuost með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra hafi osturinn verið flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. „MS og Bændasamtökin þrýstu á stjórnvöld að flokka vöruna í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Látið var undan þeim þrýstingi og bar yfirtollvörður fyrir dómi í máli Danóls gegn ríkinu að fjármálaráðuneytið hefði gert embættinu að „fremja ólög“. Heil deild hjá Skattinum sagði sig frá málinu í framhaldinu en tollflokkuninni var engu að síður breytt.“ Alþjóðatollastofnunin ósammála Osturinn hafi verið fluttur inn frá Belgíu og tollflokkun stjórnvalda hafi verið í andstöðu við afstöðu belgískra tollayfirvalda, formlega afstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO. Evrópusambandið hafi látið á málið reyna hjá WCO og tollflokkunarfundur stofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu í mars 2023 að varan ætti að flokkast í 21. kafla tollskrárinnar, sem ber ekki tolla. Íslensk stjórnvöld hafi neitað að fara eftir þeirri niðurstöðu. Sett í skammarkrókinn í fyrsta sinn Eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið tekin ákvörðun um að setja Ísland í fyrsta sinn á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í lýsingu málsins komi fram að varan eigi að njóta tollfrelsis samkvæmt bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið en íslensk stjórnvöld hafi flokkað hana í tollflokk sem beri 30 prósent verðtoll og 798 króna magntoll á kíló, sem „hindri þannig útflutning frá ESB til Íslands.“ Fyrr í vikunni hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu, þar sem lögð er til leiðrétting á tollflokkuninni til fyrra horfs. Meðal annars með vísan til áðurnefndrar ákvörðunar WCO. Félagið fagnar „Við fögnum þessum viðsnúningi nýrrar ríkisstjórnar eindregið. Málið allt var stjórnsýsluhneyksli frá upphafi til enda. Látið var undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og vara færð á milli tollflokka, þvert á álit tollflokkunarsérfræðinga Skattsins. Fjármálaráðuneytið beitti óeðlilegum þrýstingi. Gögnum var stungið undir stól og þau bæði falin fyrir fyrirtækinu sem í hlut á, sem er brot á stjórnsýslulögum, og fyrir dómstólum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Ísland hafi hundsað álit Alþjóðatollastofnunarinnar og þar að auki tekið vöru, sem sé tollfrjáls samkvæmt EES-samningnum og fært hana í tollflokk sem ber háa tolla. „Fyrrverandi fjármálaráðherra varði þennan gjörning með kjafti og klóm á Alþingi. Að íslensk stjórnvöld hunsi alþjóðlegu tollskrána, ákvarðanir WCO, EES-samninginn og sjónarmið ESB, sem er okkar stærsti markaður, skapar stórvarasamt fordæmi. Þessi leikur verður vonandi aldrei endurtekinn, enda setja slík vinnubrögð utanríkisviðskipti Íslands í uppnám.“ Athugasemd Bændasamtakanna Bændasamtök Íslands hafa gert athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar. Hana má sjá hér að neðan: Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB. Matur Skattar og tollar Neytendur Evrópusambandið Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira
Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nýr fjármálaráðherra hafi nú birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. „Félag atvinnurekenda fagnar því að vinda eigi ofan af því stjórnsýsluhneyksli, sem fyrri ákvörðun stjórnvalda var,“ segir í tilkynningu. Ber háan toll að ósekju Forsaga málsins sé í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hafi hafið innflutning pitsuost með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra hafi osturinn verið flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. „MS og Bændasamtökin þrýstu á stjórnvöld að flokka vöruna í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Látið var undan þeim þrýstingi og bar yfirtollvörður fyrir dómi í máli Danóls gegn ríkinu að fjármálaráðuneytið hefði gert embættinu að „fremja ólög“. Heil deild hjá Skattinum sagði sig frá málinu í framhaldinu en tollflokkuninni var engu að síður breytt.“ Alþjóðatollastofnunin ósammála Osturinn hafi verið fluttur inn frá Belgíu og tollflokkun stjórnvalda hafi verið í andstöðu við afstöðu belgískra tollayfirvalda, formlega afstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO. Evrópusambandið hafi látið á málið reyna hjá WCO og tollflokkunarfundur stofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu í mars 2023 að varan ætti að flokkast í 21. kafla tollskrárinnar, sem ber ekki tolla. Íslensk stjórnvöld hafi neitað að fara eftir þeirri niðurstöðu. Sett í skammarkrókinn í fyrsta sinn Eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið tekin ákvörðun um að setja Ísland í fyrsta sinn á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í lýsingu málsins komi fram að varan eigi að njóta tollfrelsis samkvæmt bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið en íslensk stjórnvöld hafi flokkað hana í tollflokk sem beri 30 prósent verðtoll og 798 króna magntoll á kíló, sem „hindri þannig útflutning frá ESB til Íslands.“ Fyrr í vikunni hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu, þar sem lögð er til leiðrétting á tollflokkuninni til fyrra horfs. Meðal annars með vísan til áðurnefndrar ákvörðunar WCO. Félagið fagnar „Við fögnum þessum viðsnúningi nýrrar ríkisstjórnar eindregið. Málið allt var stjórnsýsluhneyksli frá upphafi til enda. Látið var undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og vara færð á milli tollflokka, þvert á álit tollflokkunarsérfræðinga Skattsins. Fjármálaráðuneytið beitti óeðlilegum þrýstingi. Gögnum var stungið undir stól og þau bæði falin fyrir fyrirtækinu sem í hlut á, sem er brot á stjórnsýslulögum, og fyrir dómstólum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Ísland hafi hundsað álit Alþjóðatollastofnunarinnar og þar að auki tekið vöru, sem sé tollfrjáls samkvæmt EES-samningnum og fært hana í tollflokk sem ber háa tolla. „Fyrrverandi fjármálaráðherra varði þennan gjörning með kjafti og klóm á Alþingi. Að íslensk stjórnvöld hunsi alþjóðlegu tollskrána, ákvarðanir WCO, EES-samninginn og sjónarmið ESB, sem er okkar stærsti markaður, skapar stórvarasamt fordæmi. Þessi leikur verður vonandi aldrei endurtekinn, enda setja slík vinnubrögð utanríkisviðskipti Íslands í uppnám.“ Athugasemd Bændasamtakanna Bændasamtök Íslands hafa gert athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar. Hana má sjá hér að neðan: Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB.
Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB.
Matur Skattar og tollar Neytendur Evrópusambandið Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira